1xINTERNET sýnir stuðning við Drupal Starshot

4 min.
Driesnote Drupal Starshot Portland 2024

Stutt samantekt / TL;DR

  • Á DrupalCon Portland í maí 2024, kynnti Dries nýtt verkefni sem byggist á að búa til uppsett vefumsjónarkerfi tilbúið til notkunar. Verkefnið sem fékk nafnið “Starshot” eiga forritarar að geta notað til að búa til Drupal vefi á auðveldan hátt.
  • Áhersla Starshot er að bæta verulega upplifun þeirra sem byggja vefi í Drupal svo þeir geti á auðveldan hátt nýtt sér öfluga eiginleika Drupal um leið og þörfin fyrir tæknilega sérfræðiþekkingu er tekin út.
  • 1xINTERNET styður heilshugar það verkefni að búa til tilbúna útgáfu af Drupal vefumsjónarkerfi sem sýnir um leið styrk Drupal og möguleika á frekari notkun.
  • Við hjá 1xINTERNET munum leggja til vinnu svo verkefnið nái þeim árangri sem lagt er upp með.
  • Við höfum nú þegar byggt vefumsjónarkerfi tilbúið til notkunar sem kallast Try Drupal, miðað að fyrirtækjum sem öllum stendur til boða að nota og skoða. Allt efni, verkferlar og það sem er notað í okkar kerfi, Try Drupal mætti nota í Starshot verkefninu.

DrupalCon Portland 2024 - Dries kynnir nýtt verkefni, Starshot Drupal vefumsjónarkerfi

Dries Buytaert, sem leiðir Drupal verkefnið, kynnti nýtt stefnumótandi verkefni, Starshot á DrupalCon Portland 2024.

“Drupal Starshot will introduce a new version of Drupal with a great out-the-box experience”.

Dries Buytaert, Portland 6. maí 2024

Í grunninn er Starshot uppsett vefumsjónarkerfi sem auðveldar þeim sem vilja byggja vef í Drupal að gera það á auðveldan hátt án tæknilegrar þekkingar á Drupal.

Skjáskot af Drupal Starshot kynningunni frá Dries
Skjáskot sem útskýrir Starshot

1xINTERNET mun leggja sitt af mörkum við að byggja Starshot

Sem hugbúnaðarfyrirtæki með áherslu á Drupal leggjum við okkar af mörkum til að kynna og byggja upp Drupal. Stuðningur okkar við Drupal verkefnið fellur því fullkomlega að okkar vinnu sem hefur miðað að því að bjóða uppá útgáfu af tilbúnu vefumsjónarkerfi sem sýnir á einfaldan og notendavænan hátt möguleikana sem kerfið og Drupal hefur uppá að bjóða.

Með sérfræðiþekkingu okkar og reynslu í að búa til vefumsjónarkerfi sem er tilbúið til notkunar, munum við leggja okkar af mörkum til að gera Starshot að framúrskarandi Drupal lausn. Kjarninn í okkar fyrirtæki er Try Drupal, forstillt vefumsjónarkerfi og hornsteinninn í öllum okkar verkefnum. Þetta tilbúna vefumsjónarkerfi stendur öllum til boða og er opið þeim sem vilja prófa eða nota það í sínum verkefnum.

Video file

Við trúum á það að deila þekkingu og lausnum. Þess vegna má nota innihald Try Drupal án auka kostnaðar fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Þó að Try Drupal og Starshot þjóni mismunandi markhópum, verður til skörun þar sem nýta  mætti sameiginlega virkni þeirra. Með því skoða þessi samlegðaráhrif erum við staðráðin í að leggja Starshot til sérfræðiþekkingu okkar og vinnu.

Við höfum nú þegar deilt lykilvirkni Try Drupal, þar á meðal þessum einingum:

og við munum halda áfram að deila því sem við búum til og gæti gagnast fleirum til Drupal samfélagsins.

En stuðningur okkar endar ekki hér. Við erum stoltir styrktaraðilar Gin þemans, sem er mikilvægur hluti Starshot, en við leggjum áherslu á að tryggja áframhaldandi þróun þess.

Við erum spennt að vinna með Starshot teyminu, deila dýrmætri innsýn, þekkingu og efni til að hjálpa til við að koma verkefninu á fót.

Í samræmi við skuldbindingu okkar til nýsköpunar og samvinnu erum við núna í því ferli að undirbúa Try Drupal stillingar svo þær nýtist Starshot verkefninu sem best. Öll vinna sem farið hefur fram hjá 1xINTERNET við Try Drupal verður deilt með Drupal samfélaginu og hægt að nýta það sem hentar í Starshot verkefnið til að styrkja stöðu þess sem valmöguleika þegar kemur að því að búa til metnaðarfull stafræn verkefni.

Prófaðu okkar vefumsjónarkerfi

Try Drupal

Hjá 1xINTERNET erum við ekki bara að byggja vefsíður - við viljum stuðla að bjartari framtíð fyrir Drupal, með einni lausn í einu.

Komdu með í þessa vegferð þar sem við hvetjum einstaklinga og fyrirtæki til að fullnýta alla þá möguleika sem Drupal hefur uppá að bjóða.

Deila grein

Fleiri greinar

Ítarefni

Breytingar gerðar í framenda með Drupal

Sýna virkni með breytingu í framenda

Hvernig getur þú bætt virkni vefumsjónarkerfis og veitt ritstjórum gott vinnuumhverfi ? Við höfum...

5 min.
Ítarefni

Af hverju er opinn hugbúnaður góður valkostur fyrir fyrirtækjalausnir?

Opinn hugbúnað fram yfir séreignarhugbúnað

Við erum oft spurð að því hvers vegna fyrirtæki velja opinn hugbúnað fram yfir séreignarhugbúnað (e...

11 min.