Stafræn Eignastýring
DAM stendur fyrir "Digital asset management". DAM-kerfi eru nauðsynleg þegar halda þarf utan um ýmsar skrár eins og myndir, myndbönd, hljóðskrár, kynningar, hönnunarskrár og svo framvegis. Önnur kerfi geta síðan sótt skrárnar í DAM-kerfið. 1xINTERNET hefur hannað DAM-kerfi sem auðveldar þér skipulag og geymir allar þínar stafrænu eignir á einum stað.
Stafrænar eignir skipulagðar og öruggar
Það á að vera einfalt að geyma, vinna með og sækja stafræn gögn. Það krefst þess að ritstjórnarviðmót sé einfalt í notkun, viðbætur og breytingar á gögnum séu öruggar, notendaleyfisstjórn örugg og að boðið sé upp á öfluga samþættingu við önnur kerfi. 1xDAM uppfyllir allar þessar kröfur, kerfið má sníða að þínum þörfum og lögð er áhersla á það það geti vaxið með þínu fyrirtæki. Okkar lausn er byggð á frjálsum hugbúnaði, henni er dreift án leyfisgjalda og er í samræmi við Almennu persónuverndarreglugerðina (GDPR).

1xDAM er öflug lausn fyrir stafræna eignastýringu. Kerfið er auðvelt í notkun og hægt er að samþætta það við önnur kerfi.
Af hverju ættir þú að nota 1xDAM?
1xDAM lausnin okkar er byggð í Drupal. Við sérsníðum DAM-lausnina á öruggan hátt að hvaða vinnuferlum og eignum sem er. 1xDAM kerfinu fylgja öflugar vefþjónustur sem gera gögnin aðgengileg öðrum kerfum. Gögnin eru ýmist innbyggð í nýja kerfinu (e. embedded) eða tengd inní það.

Helstu eiginleikar 1xDAM
Skölun
Kerfið er hægt að skala að vild og er einfalt í notkun. Ótakmarkaður fjöldi stafrænna eigna.
Hröð leit
Leitin í 1xDAM lausninni er hröð og auðvelt að finna viðeigandi gögn. Þetta einfaldar vinnuferla töluvert.
Öflugir vinnuferlar
Auðvelt að stjórna vinnuferlum og þar af leiðandi eru niðurstöður skilvirkari.
Notendaviðmót
Notendaviðmót kerfisins er einfalt í notkun og vinna við efnisinnsetningu verður því ánægjulegri fyrir vikið.
Notendur utan kerfis
Viðskiptavinir þínir geta auðveldlega fengið aðgang að þínum stafrænu eignum.
Örugg leyfisstjórnun
Hægt er að hengja leyfi við stafrænar eignir og þegar leyfin renna út, er lokað á aðgang að gögnunum. Einnig er hægt að stilla kerfið þannig að það sendi út tilkynningar þegar breytingar verða á leyfum sem tengjast rafrænum skjölum og gögnum.
Samþætting við önnur kerfi
Samþætting er möguleg við önnur kerfi sem þú notar með hjálp vefþjónustu. Þetta gætu t.d. verið PIM, MDM, CMS kerfi eða E-Commerce lausnir.
Örugg dreifing þinna starfrænu eigna
Nærhendisdreifing (CDN) gerir þér kleift að dreifa gögnunum þínum á öruggan hátt. Þú getur ýmist tengt eignir beint eða sem innbyggða íhluti eða iframes.
100% frjáls hugbúnaður
Kerfið okkar er byggt í Drupal sem er frjáls hugbúnaður. Það þýðir að því fylgja engin leyfisgjöld og að kaupandi þjónustu er ekki háður söluaðila (e. vendor lock-in). Þú ræður með hverjum þú vinnur og kerfið er þitt.

Viðskiptavinir sem nota 1xDAM
Fleiri eiginleikar 1xDAM
- Hægt er að hlaða inn skrám með "Drag-and-Drop" og flytja inn margar skrár í einu.
- Þú getur merkt skrár eftir eigin höfði (söfn, gerð, notkun, o.s.frv.)
- Sjálfvirk forskoðun skráa
- Stigveldisskipan - Gögnum er raðað eftir tilteknum reglum á mismunandi þrepum eftir vægi
- Mismunandi útgáfur og geymsla gagna
- Möguleg samvinna óháðra aðila við stafrænar eignir
- Nákvæmar heimildir og hlutverk notenda
- Samþætting við hvaða SSO veitu sem er (SAML, OpenID Connect, o.s.frv.)
- Örugg geymsla og aðgangur að gögnum
- Hægt er að deila eignum utan kerfisins með tímabundnum aðgangsslóðum
- Hægt að hala niður einni eða mörgum skrám í einu
- Sjálfvirkur útdráttur lýsigagna (e. metadata) um mismunandi gerðir eigna (myndir, myndbönd, skrár, o.s.frv.)
- Breytingar á mörgum eignum í einu mögulegar.
Algengar spurningar varðandi 1xDAM
Til eru mismunandi gerðir af DAM kerfum.
Eignastýringakerfi fyrir vörumerki halda utan um markaðsefni eins og vörumyndir og lógó. Þau kerfi eru miðuð að markaðssetningu og sölu.
Eignastýringakerfi bókasafna tryggja geymslu stórra gagnasafna sem breytast sjaldan.
Eignastýringakerfi fyrir framleiðslu halda utan um skipulag og geymslu gagna sem breytast oft.
Stafræn aðfangastjórn (e. digital supply chain services) sér um dreifingu efnis til stafrænna smásala.
Hvort sem þú ert að taka upp notkun DAM-kerfis í fyrsta sinn eða skipta nýju kerfi út fyrir gamalt þarft þú að hafa nokkur atriði í huga:
1. Lýsigögn (e. metadata)
Gakktu úr skugga um að DAM-kerfið þitt bjóði upp á sjálfvirkan útdrátt lýsigagna og stjórnunarmöguleika. Þetta flýtir verulega fyrir og skipuleggur gögnin þín á skilvirkan máta. Þegar notendur leita að tilteknum hugtökum gegna lýsigögn lykilhlutverki. Þau auka leitarhraðann og auðvelda notandanum að finna viðeigandi gögn.
2. Samþætting við önnur kerfi
Öll DAM-kerfi fyrir fyrirtæki eiga að bjóða upp á vefþjónustur sem styðja samþættingu við önnur kerfi á borð við vefumsjónarkerfi, PIM, e-Commerce, CRM o.s.frv.
3. Öryggi
Viðkvæmum upplýsingum í stafrænu formi fylgja áhættur. Gakktu úr skugga um að upplýsingarnar séu geymdar í öruggu gagnaveri og að dulkóðunarferlin tryggi gögnin þín eins vel og mögulegt er.
4. DAM vinnuferli
Þú skalt líka ganga úr skugga um að DAM-kerfið styðji við þín vinnuferli. Hugsaðu út í það hvort þú þarft stuðning við formleg og/eða óformleg vinnuferli milli mismunandi aðila og hópa innan stofnunarinnar. DAM vinnuferli koma oft við sögu við framleiðslu gagna og samþykktarferli.
5. Leyfi
Íhugaðu ekki aðeins hver getur séð hvaða eignir, heldur einnig hvað hver notandi getur gert við þær. Gakktu úr skugga um að DAM þinn hafi notendavænt viðmót og að stjórnendur geti stillt heimildir auðveldlega. DAM ætti að endurspegla einfalt réttindastjórnunarferli svo að stjórnendur þurfi ekki aðstoð við að hafa umsjón með heimildum.
6. Access to mobile devices
Gakktu úr skugga um að DAM kerfið sem þú velur styðji við öll tæki, þetta á við um snjallsíma, spjaldtölvur og fartölvur. Mikilvægt að allir starfsmenn geti notað kerfið óháð staðsetningu og séu alltaf með nýjustu útgáfu af kerfinu.
7. Innbyggð leit
Eignirnar í DAM-kerfinu eru aðeins gagnlegar ef þú getur fundið þær. Öflug DAM-kerfi hafa leitir með mörgum síum. Það er sniðugt að nota DAM sem býður upp á allavega eina síu svo að það sé í það minnsta hægt að leita eftir höfundum, dagsetningum, titlum og tegundum skráa.
Öll DAM-kerfi ættu að hafa eftirfarandi eiginleika:
- Fjöldainnflutningur eigna
- Sköluð fyrir mikið magn af skrám
- Flutningur eigna til annarra kerfa
- Innbyggð gögn í önnur kerfi
- Skipulagning gagna með merkjum, eftir söfnum og stigveldi
- Hröð leit að skrám eftir lýsigögnum, skráarheitum, o.s.frv.
- Auðveld í notkun með fallegt notendaviðmót
- Öflug heimildastjórnun, notendahlutverk og vinnuferli
- Geymsla og útgáfur skráa
- Vefgátt þar sem auglýsingastofur, blaðamenn, samstarfsaðilar og starfsmenn fyrirtækis geta sjálfir hlaðið niður núverandi myndum, auglýsingaefni o.fl.
1xDXP lausnirnar eru allar byggðar á frjálsa hugbúnaðinum Drupal. Það þýðir að allar þær lausnir sem við hönnum fyrir viðskiptavini okkar eru afhentar með öllum nauðsynlegum notkunarréttindum og viðskiptavinum er frjálst að breyta þeim, stækka þær og nota á þann hátt sem óskað er eftir. Lausnunum fylgja engin leyfisgjöld og að kaupandi þjónustu er ekki háður söluaðila (e. vendor lock-in).