Öflug leitarvél
Sýnileiki á vefnum er byggður á mörgum þáttum og við leggjum áherslu á að hámarka frammistöðu lausnanna sem við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á. Hraði og öryggi leitarvélar spilar stórt hlutverk þegar kemur að stafrænni upplifun. Þess vegna kjósum við að nota Elasticsearch, sem er ein fremsta leitar- og greiningarvél á markaðnum í dag. Að okkar mati eru Drupal og Elastic hin fullkomna blanda til þess að setja saman háþróaða leitarvél og þar af leiðandi framúrskarandi stafræna upplifun.
Öflug leitar- og greiningarvél

Hvað er Elasticsearch?
Elasticsearch er dreifð, multitenant leitar- og greiningarlausn fyrir allar gerðir gagna. Hún er byggð á sameiginlegum, sveigjanlegum tæknistafla (e. technology stack) sem er hægt að nota fyrir hvaða upplýsingatækniumhverfi sem er.
Elasticsearch er þróuð í Java og styður við mismunandi forritunarmál. Lausnin kom á markað árið 2010 og er talin framúrskarandi leitarvél fyrir fyrirtæki sem gerir þér kleift að geyma, leita, greina gögn og skilar leitarniðurstöðum næstum í rauntíma.
Hvernig virkar Elasticsearch?
Eins og aðrir leitarþjónar, notar Elasticsearch svokallaða index leit: í stað þess að leita í miklu magni af hráum gögnum, athugar forritið fyrirfram búna atriðaskrá (e. index) yfir öll skjölin (eða inverted index). Öll gögnin í atriðaskránni eru í formi JSON skjala og er þeim dreift yfir mörg brot (e. shards). Elasticsearch býður uppá sveigjanleika við vinnslu úr hráum gögnum og framkvæmd leitarfyrirspurna með notkun RESTful vefþjónusta.
Sérsniðin leitarupplifun fyrir þig
Leitarviðmót fyrir hvern og einn viðskiptavin
Sérsniðin leitarviðmót geta greint Drupal-síður frá vefsíðum sem byggðar eru í öðrum hugbúnaðarrömmum. Við notum Reactivesearch, samþætt við Elasticsearch bakenda, til að búa til viðmót sérstaklega miðað að þörfum viðskiptavinarins. Þetta er React UI safn fyrir Elasticsearch byggt á frjálsum hugbúnaði. Við notum þessa tækni til að betrumbæta stöðluð "view" sem eru innbyggð í Drupal, bætum við síum sem eru birtar notandanum og sérsniðnu leitarviðmóti. React og Elastic eru öflug blanda sem tryggir öllum viðskiptavinum okkar sérsniðna leitarupplifun.
Federated leit
Það er ekki lengur áskorun að meðhöndla efni sem er dreift yfir marga vettvanga. Drupal sérfræðingarnir okkar geta byggt háþróaða leitarupplifun fyrir vefsíðuna þína með því að innleiða sameinaða leit (e. federated search). Leitarniðurstöður eru teknar frá mismunandi stöðum og sameinaðar í eitt leitarviðmót. Sameinuð leit með Elastic er fljótleg og áreiðanleg lausn við meðhöndlun margra gagnagrunna, hún bætir notendaupplifun og eykur þátttöku viðskiptavina á síðunni þinni.
Bættu Elasticsearch við vefsíðuna þína fyrir framúrskarandi notendaupplifun
Eiginleikar og kostir Elasticsearch
Hröð
Þegar Elasticsearch lausnin er innbyggð í hugbúnaðarumhverfið verður til leifturhröð leit. Hún getur unnið úr gögnum, raðað þeim í atriðaskrá og skilað leitarniðurstöðum mjög hratt, næstum í rauntíma, jafnvel úr mjög stórum gagnasettum.
Örugg
Þar sem Elasticsearch er dreifð lausn, gerir það þessa öflugu leitarvél enn öruggari. Öll skjöl eru vernduð gegn vélbúnaðarbilun með því að búa til afrit (eða „replicas“) af geymdum gögnum í svokölluðum brotum (e. primary shards).
Skalanleg
Elasticsearch er skalanleg lárétt (e. horizontally scalable). Öllum gögnum er dreift yfir mörg brot, innan margra hnúta (e. nodes) eða "þjóna". Klasarnir sem myndast vaxa með fyrirtækinu þínu, hægt er að stækka þá og laga að þínum þörfum.
Sveigjanleg
Lausnin gerir þér kleift að vinna með allar tegundir gagna og mismunandi eiginleika. Hægt að dreifa henni í hvaða upplýsingatækniumhverfi sem er og nota fyrir margþætt notkunartilvik. Þetta er einnig fjöltyngdur leitarvettvangur. Elasticsearch er fáanleg á mörgum mismunandi tungumálum til að þjóna þínum þörfum á alþjóðlegum markaði.
Sjálfstæð
Elasticsearch leitin er fullkomlega sjálfstæð. Leitarvélin er byggð á frjálsum hugbúnaði sem hver sem er getur halað niður. Hún býður upp á mikið af ólíkum eiginleikum sem eru 100% opnir og lausir við öll leyfisgjöld.
Fyrir hvað Elasticsearch notuð?
Fyrirtækjaleit
Elasticsearch er oft notuð fyrir fyrirtæki af mismunandi stærðum og gerir þér kleift að meðhöndla mikið magn gagna og tryggja jákvæða notendaupplifun. Lausnin býður upp á mismunandi leitir, t.d. leit í skrám, vörum í e-commerce viðskiptum, fólki, bloggi, netpósti, o.s.frv.
Vefsíðuleit
Hægt er að nota Elasticsearch sem sjálfstæða leitarvél fyrir vefsíðuna þína og hún framkvæmir hraða og skilvirka leit þvert á allt efni síðunnar.
Leit í forritum
Elasticsearch er fullkomin lausn fyrir forrit sem eru háð leitarvélum fyrir aðgang, vinnslu og skýrslugerð um gögn.
Yfirlitsgreining
Elasticsearch geymir og greinir yfirlitin (e. logs). Þetta gefur þér innsýn og upplýsingar um gögnin þín sem hjálpar þér að gera viðeigandi ráðstafanir.
Verkefni sem nota Elasticsearch
BSB - headless e-commerce

Háskóli Íslands - Fjölsíðukerfi
