Drupal Audit
Öflugar og afkastamiklar Drupal vefsíður
Ítarleg greining og mat
Engin Drupal síða er eins og allar hafa þær sína veikleika og styrkleika. Hjá 1xINTERNET tryggjum við sérsniðna nálgun við Drupal endurskoðanir (e. audits) til að sjá hvernig hægt er að bæta vefsíðuna þína. Við útbúum ítarlegt yfirlit yfir afköst og öryggi Drupal síðunnar þinnar og metum það hvar hún stendur með tilliti til hugsanlegra flutninga (e. migration) eða uppfærslna sem þú gætir viljað láta gera.

Vottaðir Drupal forritarar og sérfræðingar
Áralöng reynsla af Drupal þróun
Sérsniðin nálgun við Drupal endurskoðanir
Háþróuð tól til að greina og meta
Okkar sérsniðna nálgun við Drupal Audits

Þjónusta sem við bjóðum upp á
Sameiginlegt markmið okkar er þín velgengni. Við bjóðum upp á sérfræðiráðgjöf. Umfang Drupal Audit endurskoðunarinnar fer eftir þínum þörfum. Með okkar nálgun og notkun háþróaðra greiningar- og matstóla getum við hjálpað þér að skilgreina þína styrkleika og hvað má bæta. Fyrir vikið gefum við þér skýr ráð sem hægt er að framkvæmda og að auki leggjum við fram tillögu að forgangsröðun mála til að hámarka ávinning síðunnar þinnar.
Drupal öryggi
Þegar Drupal Audit er framkvæmt er oftast lögð áhersla á að meta öryggi vefsíðunnar. Ítarleg greining veitir okkur upplýsingar um öryggisbresti og veikleika síðunnar, uppfærslur og einnig er gengið úr skugga um að öll virkni sé rétt. Teymið okkar greinir öryggisvandamál sem geta komið upp og hjálpar þér að skilja hvaða áhrif þau hafa á þína starfsemi.

Drupal afköst
Þegar talað er um afköst er verið að vísa í efni sem nær langt út fyrir Drupal. Þess vegna veljum við samþætta nálgun og vinnum frá framenda og bakenda að innviðum. Við búum yfir þeirri sérþekkingu sem þarf til að geta metið það hvernig vefsíðan þín starfar við mismunandi aðstæður, borið kennsl á flöskuhálsa í frammistöðu og komið með hugmyndir að aðgerðum til að tryggja betri notendaupplifun og auka viðskipti.

Bestu starfsvenjur Drupal
Við greinum vefsíðuna þína og athugum hvort hún sé í samræmi við bestu starfsvenjur Drupal: flokkun (e. taxonomy), configuration, módúla og kóðunarstaðla. Í þessari endurskoðun er einnig verið að skoða verklagsreglur DevOps teymisins þíns svo þú getir notað þá viðbótartækni sem er í boði og fengið sem mest út úr Drupal.

Drupal uppfærslur og flutningur
Það er auðvelt að framkvæma Drupal uppfærslur, svo lengi sem bestu starfsvenjum Drupal er fylgt. Drupal flutningur (e. migration) er hinsvegar óneitanlega mun flóknara verkefni. Þegar flutningur eða uppfærslur eru á planinu fyrir vefsíðuna þín er æskilegt að hefja ferlið á ítarlegri endurskoðun (audit). Við höfum úrvals Drupal sérfræðinga á okkar snærum sem geta hjálpað þér að finna bestu nálgunina við verkið.

Drupal SEO Audit og efni
Við búum að því að eiga frábært teymi markaðssérfræðinga sem sérhæfa sig í markaðssetningu á netinu og geta framkvæmt alhliða SEO og efnis endurskoðun fyrir þig. Þau setja fram ítarlegar hugmyndir um það hvernig þú getur náð viðskiptamarkmiðum þínum og náð til markhópsins þíns. Við vinnum að verkefnum af mismunandi stærðum og bjóðum upp á aðstoð við markaðssetningu á netinu.

Treyst af leiðandi vörumerkjum
Önnur þjónusta
UX/ UI hönnun
Einfalt og aðlaðandi notendaviðmót fyrir framúrskarandi notendaupplifun.