Fjölsíðukerfi byggt á opnum hugbúnaði

Skilvirkt fjölsíðukerfi

Fjölsíðukerfi (e. multisite management system) er hannað til að auðvelda yfirsýn og stjórn fyrirtækja á mörgum mörkuðum. Kerfið gerir þér kleift að búa til margar vefsíður með einum kóðagrunni. Með lausninni er auðvelt að búa til efni til birtingar á mörgum vefsvæðum á sama tíma, hafa umsjón með öllu á einum stað og auðveldara verður að tryggja stöðuga upplifun af vörumerki á mörgum stöðum.

Ræðum þínar hugmyndir

Lottie file

Fjölsíðukerfi sem einfaldar vinnu en margfaldar árangur

Þessi lausn er byggð í Drupal, sem er opinn hugbúnaður. Það þýðir að þú hefur fulla stjórn, ert eigandi kóðans, borgar ekki leyfisgjöld og velur þér samstarfsaðila. Burtséð frá því hvort þú stýrir litlum fyrirtækjum eða stórum, þá er fjölsíðukerfið okkar fullkominn kostur til að einfalda umsjón með mörgum mismunandi vefsíðum og draga þannig bæði úr þróunar- og viðhaldskostnaði.

Hringlaga tákn með lógói fyrir opinn hugbúnað

100% Opinn hugbúnaður

Tölvuskjár og farsímaskjár sem sýna sama kóðann

Einn kóðagrunnur

Hringlaga tákn með tannhjóli og haki

Auðvelt í notkun

Margar vefsíður byggðar á sama kóðagrunni

Fjölsíðulausnin einfaldar umsjón og viðhald margra vefsíðna þar sem hægt er að gera uppfærslur og breytingar á einum kóðagrunni og nota fyrir allar vefsíðurnar. Tæknistaflinn styður hauslaus og tengd (e. headless and coupled) forrit og tryggir öfluga samþættingu í gegnum vefþjónustur (APIs) við önnur kerfi í þínu umhverfi, eins og PIM, DAM, Innranet eða E-commerce.

Lottie file

Auðvelduð efnisgerð

Fjölsíðulausninni fylgja 90% algengustu eiginleikar sem þarf til að byrja - tilbúnir til notkunar - eina sem þú þarft að gera er að byrja að búa til grípandi efni og sérsníða að þínum þörfum. Lausnin felur í sér innbyggða samnýtingu efnis og öflugt leitarkerfi sem hægt er að virkja fyrir einstaka vefsíðu eða fyrir allar vefsíður í einu (sameinuð/federated leit).

Meira um CMS lausnina

Lottie file

Full stjórn á mörgum síðum - eitt viðmót

Fjölsíðulausnin býður upp á eitt viðmót fyrir miðlæga stjórnun margra vefsíðna, sem hægt er að setja upp þannig að hægt sé að stýra hverri vefsíðu einni og sér, eða öllum saman sem fjölsíðukerfi. Jafnvel þó að einn kóðagrunnur sé búinn til fyrir allar vefsíður, þá er hægt að velja hvaða eiginleikar eru virkjaðir fyrir hverja og eina síðu og einnig getur hönnun verið ólík milli vefsíðna. Hægt er að tengja hvaða framendatækni sem er við kerfið með því að nota innbyggða staðlaða REST, JsonAPI eða GraphQL tækni.

Lottie file

Samræmd upplifun af vörumerkinu þínu

Fjölsíðulausninni fylgir samþætt hönnunarkerfi. Miðlægur gagnagrunnur með endurnýtanlegum íhlutum tryggir það að öll stafræn tilvik séu í samræmi við og fylgi hönnunarviðmiðum vörumerkis. Í þeim tilvikum sem fyrirtæki reka margar vefsíður eða vörumerki, geta þau nýtt sér sameiginlegt hönnunarkerfi, sem gerir hverju og einu vörumerki kleift að nota sína eigin sérstöku hönnun en samt innan sama hönnunarkerfis. Þetta auðveldar fyrirtækjum að eiga í markvissum samskiptum við notendur (e. end users).

Meira um hönnunarkerfi

Lottie file

Helstu eiginleikar og kostir fjölsíðulausnarinnar

Skalanleg

“Hauslaus” eða “coupled” arkitektúr

API drifin tækni (REST,  JsonAPI, GraphQL)

Skilvirkni

 Einn kóðagrunnur fyrir fjölsíðukerfi

Eitt viðmót fyrir miðlæga stjórnun

 Lægri þróunar- og viðhaldskostnaður

Auðveld í notkun

Leiðandi ritsjórnarupplifun

90% af algengustu eiginleikum tilbúnir til notkunar

Samræmi

Samþætt hönnunarkerfi

 Endurnýtanlegir íhlutir

Samnýting efnis milli vefsíðna

Sveigjanleg

Virkar með hvaða framendatækni sem er

Hægt er að nota React, Vue.js, Angular sem og “server side” lausnir

Sérsniðin

Sérstakir eiginleikar fyrir hverja og eina síðu

Mismunandi hönnun fyrir hverja vefsíðu, óháð því hvaða framendatækni er notuð

Öflug leit

Öflug innbyggð leitarvél fyrir hverja og eina síðu

Sameinuð leit (e. federated search) fyrir fjölsíðukerfi

Öryggi

Örugg gagnageymsla, öruggt aðgengi og flutningskerfi - sérstaklega hugsað út frá fyrirtækjum

Öruggar útgáfur (e. deployments) og reglulegar öryggisuppfærslur

Vörumerki sem nota fjölsíðukerfi