Ávinningur af öppum fyrir þinn fyritækjarekstur

7 min.
Tveir farsímaskjáir: hugbúnaður og frumgerð

Öpp hafa sífellt orðið vinsælli hjá fyrirtækjum til að veita notendum sínum betri þjónustu samanborið við það sem hægt er að gera með venjulegri vefsíðu.

Í þessari grein er útskýrt hvers vegna þú gætir þurft app fyrir fyrirtækið þitt og förum yfir helstu kosti farsíma appa sem geta hjálpað þínu fyrirtæki.

Þú munt einnig fá innsýn í hvernig við hjá 1xINTERNET getum hjálpað þér að búa til hágæða öpp sérsniðin að þörfum fyrirtækisins sem skila notendum góðri upplifun.

Af hverju þyrftir þú farsíma app fyrir þitt fyrirtæki? 

Það eru margar ástæður fyrir því að þú ættir að velja að búa til farsíma app fyrir þitt fyrirtæki. Öpp bjóða upp á marga kosti þegar kemur að notendaupplifun og geta bætt viðskipti á margan hátt.

Venjulega eru fyrstu samskiptin við notendur vefsíða fyrirtækja. Á vefsíðunni þurfa notendur að sannfærast um þá þjónustu sem veitt er. Hins vegar, þegar þessi þjónusta krefst ákveðinnar samskipta leita notendur oft að appi til að fá betri upplifun í samskiptum við fyrirtækið.

Dæmi þar sem notendur njóta góðs af því að vera með farsíma app:

  • Betri notendaupplifun: Öpp bjóða upp á auðveldari og notendavænni viðmót fyrir snertiskjái.
  • Hraðara viðmót: Öpp hlaðast hraðar og veita notendavænni samskipti, jafnvel á hægari tengingum.
  • Aðgangur án nettengingar: Mörg öpp virka án nettengingar, sem gerir notendum kleift að fá aðgang að efni hvenær sem er og hvar sem er.
  • Rauntíma tilkynningar (e. Push notification): Öpp geta sent rauntíma tilkynningar, sem heldur notendum upplýstum.
  • Aðgangur að farsíma virkni: Öpp geta notað valmöguleika eins og myndavél og GPS fyrir betri notendaupplifun.
  • Öryggi og persónuvernd: Öpp bjóða upp á aukna öryggis virkni sem verndar gögn notenda og persónuvernd.
  • Samþættingar við önnur kerfi: Öpp tengjast auðveldlega við aðrar þjónustur í gegnum símann.
  • Sérsniðið efni fyrir notendur: Auðvelt er að sérsníða efni og virkni (e. Content and features) út frá óskum notenda og þar með bæta notendaupplifunina.
Helstu kostir farsíma appa

Kostunum er lýst nánar hér að neðan en til að draga saman eru kostir farsíma appa að þau hjálpa til við að byggja upp langtímasambönd við viðskiptavini.

Að lokum er það aðal markmið farsíma appa að auka þægindi viðskiptavina í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir.

Hágæða öpp fyrir viðskiptavini okkar

Við hjá 1xINTERNET sérhæfum okkur í þróun appa. Við erum með öflugt teymi hönnuða, hugbúnaðarsérfræðinga og verkefnastjóra sem hafa framkvæmt mörg árangursrík verkefni fyrir viðskiptavini okkar í ýmsum atvinnugreinum.

Við höfum mikla reynslu af mismunandi gerðum farsíma appa  fyrir fyrirtæki í markaðssetningu, vefverslun og þjónustu fyrir B2C og B2B ásamt hefðbundnum öppum.

Flest okkar öpp tengjast auðveldlega vefsíðunum sem við búum til með því að nota “API first” vef framework í Drupal. Þetta gerir markaðsfólki kleift að stjórna efni, vörum og aðgangi á einum stað.

Sum farsíma öpp sem við höfum byggt eru með stóran notenda grunn (+1 milljón) og þjóna notendum sínum með umtalsverðu magni af efni.  Önnur upp eru minni en bjóða uppá þeim mun persónulegri upplifun.

Þegar við þróum öpp notum við sömu meginreglur og fyrir önnur hugbúnaðarverkefni. Eftir hugmyndavinnu og uppgötvunarfasa (e. Discovery phase) skipuleggjum við appið vandlega. Þróun fer fram í sprettum og við reynum alltaf að skila fyrst MVP útgáfu af appinu eins fljótt og auðið er með allri virkni. Öll okkar vinna er gagnsæ en viðskiptavinir okkar taka virkan þátt í þróunarferlinu með Agile verkferlum.

Meira um þjónustu við gerð appa

Þrjár tegundir farsímaforrita: Native, Hybrid og vefforrit

Tegund farsíma appa sem við leggjum áherslu á

“Native apps”, oftast kölluð farsíma öpp, eru öpp sem hægt er að hlaða niður úr App verslun (e. App store) og setja upp í farsíma. Vegna þeirra eiginleika, hafa þessi öpp aðra möguleika sem vefforrit skortir. Til dæmis geta öpp fengið aðgang að myndavél og notað hana til að skanna skjöl of myndir. Öpp gefa þér einnig möguleika á að senda tilkynningar strax til notenda. Rauntíma tilkynningar (e. Push notification) eru mjög hentug fyrir fyrirtæki þar sem þær þjóna sem nýr möguleiki (e. channel) í samskiptum við viðskiptavini þína.

“Native” öpp bjóða upp á möguleika að vista gögn beint í farsíma og geta því þessi forrit virkað án nettengingar, sem veitir hraðari afköst og betri viðbragðstíma. Þetta hentar til dæmis vel ef við erum með app sem inniheldur vörulista þar sem upplýsingarnar eru geymdar beint í símanum. Forritið inniheldur strikamerkjaskönnun (e. Barcode scanning) sem veitir samstundis upplýsingar um samsvarandi vöru, jafnvel án nettengingar.

Öpp sem nota vefþjónustur (e.APIs), þar á meðal Drupal

Mörg fyrirtæki velja að sameina vef- og “native” virkni og búa til “hybrid“ app. Hybrid öpp eru líka farsímaöpp - hlaðið niður frá app verslun (e. App store). Við elskum Drupal af mörgum ástæðum, en ein þeirra er sú að núverandi Drupal vefsíður geta þjónað sem bakenda stuðningur fyrir öppin. Samþætting við vefþjónustur (e.APIs) gerir appinu kleift að taka efni og upplýsingar af vefsíðunni og birta það í appinu í gegnum það sem kallað er “in-app browser“. “Hybrid” öpp líta út eins og “Native” öpp vegna þess að “in-app browser” lítur eins út og notendur myndu ekki endilega vita að þeir eru að fletta í gegnum vefsíðu. Þetta sparar mikinn tíma og pening vegna þess að þú getur nýtt þér tækni sem er nú þegar til.

Meira um hugbúnaðarþróun með Drupal

Cross-platform app þróun

Við notum “React Native” fyrir þróun á cross-platform öppum. React Native er leiðandi í framendaforritun við þróun appa og er byggð á hinu vinsæla, opna (e. open-source) JavaScript bókasafni, React. React Native er framework sem er haldið við og þróað af samfélagi, sem tryggir stöðugar uppfærslur og endurbætur. Ýmis stór fyrirtæki, eins og Facebook, AirBnB og UberEats, hafa notað React Native við þróun appa.

Einn helsti kostur við að nota React Native er að kóðann má nota á mörgum stöðum (e. cross-compatibility). Hugbúnaðarsérfræðingar geta búið til einn kóðagrunn og notað hann fyrir mörg platform, til dæmis iOS og Android. Þetta sparar mikinn tíma í þróun og kostnaður minnkar verulega.

Meira um hugbúnaðarþróun með React

Kostir farsíma appa

Eins og áður hefur komið fram hafa farsíma öpp upp á marga kosti. Öppin geta þjónað sem staður þar sem viðskiptavinir þínir geta nálgast allar þær upplýsingar sem þeir þurfa, skoðað vörur, keypt þjónustu og átt í samskiptum.

Hraðari afköst

Öpp hlaðast yfirleitt hraðar og veita hraðari aðgang að efni samanborið við vefsíður, sérstaklega þegar þau eru opnuð á lélegri nettengingu. Þetta er vegna þess að öpp geta geymt gögn í síma og nýtt eiginleika “Native” þróunar  fyrir hraðari flutning og svörun.

Aðgangur án nettengingar

Ólíkt vefsíðum bjóða mörg öpp upp á virkni án nettengingar, og gerir notendum kleift að fá aðgang að ákveðni virkni eða efni án tengingar við internetið. Þetta getur verið gagnlegt til dæmis við að lesa greinar, skoða tölvupóst eða þegar þarf að nota öpp á ferðalögum eða á svæðum með takmarkaða tengingu.

Rauntíma tilkynningar (e. Push notification)

Farsíma öpp geta sent út tilkynningar til notenda, gert þeim viðvart um mikilvægar uppfærslur, skilaboð eða atburði jafnvel þegar forritið er ekki í notkun. Þessi rauntíma samskipti hjálpa til við að halda notendum við efnið og vel upplýstum, sem leiðir bættra þátttöku notenda samanborið við vefsíður.

Samþætting margra kerfa

Öpp geta auðveldlega tengst öðrum forritum og betri notendaupplifun. Til dæmis geta notendur auðveldlega deilt efni úr appi yfir á samfélagsmiðla, fengið aðgang að skrám sem vistaðar eru í skýjageymsluþjónustu eða samstillt gögn milli margra tækja.

Aðgangur að síma valmöguleikum

Öpp hafa aðgang að vél- og hugbúnaði símtækis, svo sem myndavél, GPS, hröðunarmæli (e. accelerometer)  og tengiliðum. Þetta gerir öppum kleift að bjóða upp á persónulegri og gagnvirkari upplifun, svo sem að nota staðsetningar tengda þjónustu, fá aðgang að myndavélinni til að hlaða upp myndum eða tengjast öðrum öppum í símanum.

Öryggi og Persónuvernd

Öpp geta boðið upp á aukið öryggi og persónuvernd, samanborið við vefsíður, svo sem líffræðilega auðkenning (t.d. fingrafar eða andlitsgreiningu) og dulkóðaða gagnageymslu Þetta hjálpar til við að vernda notenda gögn og viðkvæmar upplýsingar og veitir notendum aukið traust og tryggir örugga notkun appsins.

Hápunktar verkefna með öppum

E-commerce solution Multisite solution

Transgourmet - multisite and headless e-commerce

Transgourmet food trucks next to the warehouse

Developing a multisite CMS platform with Drupal and Commercetools to offer customers and suppliers the latest digital convenience.

Vefverslanir

Eldum Rétt - flókin e-commerce lausn

Kjúklinga korma með grænmeti á borðinu

Decoupled Drupal e-commerce samþætt við React Native app til að tryggja einstaka upplifun viðskiptavina og sveigjanleika.

Með því að nýta sér farsíma öpp geta fyrirtæki opnað ný tækifæri til vaxtar, aðgreiningar og velgengni. Ef þú hefur ekki þegar fjárfest í appi fyrir fyrirtækið þitt, þá er kominn tími til að grípa tækifærið og við erum hér til að hjálpa.

Ræðum þínar hugmyndir

Deila grein

Fleiri greinar

Ítarefni

Af hverju er opinn hugbúnaður góður valkostur fyrir fyrirtækjalausnir?

Opinn hugbúnað fram yfir séreignarhugbúnað

Við erum oft spurð að því hvers vegna fyrirtæki velja opinn hugbúnað fram yfir séreignarhugbúnað (e...

11 min.
Ítarefni

MVP nálgun fyrir vefverkefni

Þrír hringir sem skarast og sýna “MVP” nálgun

Hjá 1xINTERNET notum við MVP (e. Minimum Viable Product) nálgun til að skila af okkur árangursríkum...

5 min.