Bókmenntaborgin - Headless CMS lausn
Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO árið 2011. Reykjavíkurborg heldur úti vefsíðu sem heldur utan um menningarviðburði og geymir upplýsingar um íslenskan samtímaskáldskap. Eldri vefur Bókmenntaborgarinnar var keyrður í Drupal 7 sem var takmarkaði áframhaldandi þróun. Meginmarkmið verkefnisins voru að uppfæra kerfið í nýjustu útgáfu Drupal, búa til nútímalegt útlit og bæta notenda- og ritstjórnarupplifun.
Hvað er Bókmenntaborgin?
Bókmenntaborgin er vettvangur sem er viðhaldið af Reykjavíkurborg og Borgarbókasafni. Árið 2011 var Reykjavík útnefnd Bókmenntaborg UNESCO og var fimmta borgin til þess að hljóta þennan titil. Í dag eru bókmenntaborgir UNESCO 43 talsins.
Vefsíða Bókmenntaborgarinnar var sett upp til þess að undirstrika menningarlegt gildi Reykjavíkur og landsins alls. Stór hluti vefsíðunnar er „Bókmenntavefurinn“ en þar er að finna mikið af fróðleik um íslenska höfunda og verk þeirra.
Hvaða vandamálum stóð viðskiptavinurinn frammi fyrir?
Gamla vefsíðan hafði verið keyrð á Drupal 7 í rúman áratug og því var kominn tími á að uppfæra hana í nýjustu útgáfuna af Drupal. Kerfið gat ekki nýtt allt það sem nýjasta tækni hefur upp á að bjóða og takmarkaði því verulega möguleika vefsíðunnar í áframhaldandi þróun. Markmiðið var að endurbyggja vettvanginn með nýjustu útgáfu Drupal, búa til nútímalegra útlit og einfalda ritstjórnarupplifunina.
Hvernig gátum við aðstoðað?
Helsta áskorunin var að búa til “headless” CMS lausn fyrir Bókmenntaborgina með því að nota Drupal 9 í bakendann og React fyrir framendann. Þetta verkefni var unnið í samvinnu við Hugsmiðjuna, íslenska vefstofu sem hannaði og innleiddi fyrstu útgáfuna af framendanum.
Bakendinn var byggður í Drupal 9 og við notuðum 1xCMS lausnina okkar, sem notar bæði GraphQL og ElasticSearch. GraphQL er API fyrirspurnarmál (e. query language) sem gerir notendum kleift að nálgast tiltekin gögn, t.d. valmyndir og innihald. Framendinn sækir gögn bæði úr ElasticSearch og GraphQL.
Mikið magn af gögnum var flutt úr gamla kerfinu yfir í það nýja, þar á meðal gögn um höfunda, bækur, fréttir og umfjallanir. Að auki var hluti af efninu búinn til frá grunni á nýju síðunni. Lögð var áhersla á að viðhalda sama gagnastrúktúr en einfalda ritstjórnarupplifunina eins og hægt var.
Með því að nota 1xCMS lausnina okkar fyrir bakendann á nýju vefsíðunni hefur okkur tekist að búa til einfaldara kerfi fyrir ritstjóra til að búa til og breyta efni. Við þróuðum öflugan vettvang sem leggur ríka áherslu á notendaupplifun.
Helstu eiginleikar verkefnisins
Drupal gagnaflutningur
Mismunandi gerðir af efni, t.d. höfundar, bækur, fréttir og umfjallanir, voru fluttar úr Drupal 7 yfir á nýja Drupal 9 vettvanginn.
“Headless” CMS
Bakendi og framendi eru aðskildir að fullu. Bakendinn, sem er byggður í Drupal 9, er "headless" og framendinn er byggður með React. Bakendinn notar bæði GraphQL og ElasticSearch.
Fjöltyngd vefsíða
Vefsíðan er aðgengileg á tveimur tungumálum; íslensku og ensku.
ElasticSearch
SolR leitinni á gömlu vefsíðunni var skipt út fyrir ElasticSearch. Leitin er nú hraðskreiðari og einfaldari í notkun.
Leiðandi notendaviðmót
Notendaupplifun hefur verið bætt og er leiðandi. Vettvangurinn hefur fengið nýtt og ferskt útlit sem styður alla nýjustu tækni.
Bætt ritstjórnarupplifun
1xCMS lausnin hefur einfaldað vinnuflæðið fyrir ritstjóra síðunnar og gerð efnis er nú mun skilvirkari.
Hvers vegna varð Drupal fyrir valinu?
Reykjavíkurborg hafði notað Drupal lengi og þau voru ánægð með kerfið. Drupal er mjög áreiðanlegur hugbúnaður og er vinsæll meðal opinberra stofnana þar sem hann er frjáls/opinn (e. open-source) og viðskiptavinir eru ekki háðir söluaðilum (e. vendor lock-in). Drupal er skalanlegur hugbúnaður sem mun gagnast Bókmenntaborginni í áframhaldandi þróun. Allar helstu vefsíður Reykjavíkurborgar eru keyrðar á Drupal.

Okkar samstarf með Reykjavíkurborg
1xINTERNET hefur unnið fjölmörg verkefni fyrir Reykjavíkurborg í gegnum tíðina og samstarfið hefur skilað góðum árangri. Hér að neðan getur þú lesið um innranetið sem við smíðuðum fyrir Reykjavíkurborg og vefsíðuna visitreykjavik.is þar sem fólk getur nálgast upplýsingar um áhugaverða staði borgarinnar, viðburði og margt fleira.
Reykjavíkurborg - Innranet
