IFOAM - Sérsniðin vefsíða
Eldri vefsíða samtakanna var byggð í Drupal 7 svo það lá beint við að halda þróun áfram í Drupal 8. Ákveðið var að endurhanna nýju vefsíðuna frá grunni. 1xINTERNET sá um bæði vefhönnuna og innleiðingu.
Hægt er að sérsníða allar síður og hver þeirra getur haft sitt sérstaka útlit. Í boði eru 21 mismunandi efnisgreinar (e. paragraphs), 8 litaþemu, mismunandi gagnasýn og sérsniðin "teaser"-spjöld.
![IFOAM](/sites/default/files/styles/original_small/public/2023-10/ifoam_1.png.jpg.webp?itok=zDTd7Sxw)
IFOAM - Organics International eru félagasamtök sem vinna að því að gera landbúnað sjálfbæran um allan heim. Samtökin voru stofnuð árið 1972. Þeirra starf felst meðal annars í því að auðvelda bændum að færa sig yfir í lífrænan landbúnað, vekja athygli á þörfinni fyrir sjálfbæra framleiðslu og neyslu, og mæla fyrir stefnuumhverfi sem stuðlar að sjálfbærri þróun.
Þar sem IFOAM - Organics International á hlutdeildarfélög í yfir 120 löndum og er miðlæg stofnun hagsmunaðila á þessu sviði, hefur vefsíða þeirra stóru hlutverki að gegna við að dreifa gagnlegu og mikilvægu efni um allan heim.
Eldri vefsíða samtakanna var byggð í Drupal 7 svo það lá beint við að halda þróun áfram í Drupal 8. Með nýrri vefsíðu kom einnig ný og ferskari vefsíðuhönnun. 1xINTERNET teymið hafði umsjón með hönnun og innleiðingu.
Sérsníðanleg og sjálfbær vefsíða
Eitt af helstu markmiðunum var að það væri samræmi á milli efnis og hvernig það er birt á síðunni. Allt efnið á síðunni var búið til frá grunni og það var engin þörf á gagnaflutningi (e. migration). Okkar verkefni var því að finna leið til að setja efnið upp á skilvirkan og skýran hátt til þess að einfalda notendavegferð og auðvelda vinnuna fyrir ritstjóra. Við þurftum að búa til nýja og ferska hönnun þar sem útlitið væri flott og eins yfir alla síðuna.
Til þess að bregðast við þessum kröfum bjuggum við til bakenda sem er sérsníðanlegur að fullu. Hver undirsíða getur notað mismunandi litaþemu og efnisgreinar á þeim síðum get haft sínar litastillingar. Uppbygging síðna og efnisinnihald er undir ritstjórunum komið. Við innleiddum mismunandi gagnasýn (e. views) fyrir tilteknar efnisgerðir (t.d. fréttir eða viðburði) og á síðunni eru einnig endurnýtanlegir þættir sem gera ritstjórum kleift að breyta efni á einum stað og yfirfæra það svo á aðra staði þar sem sami þáttur er notaður.
Þar sem um er að ræða mikið af efni og mismunandi efnisgerðum, þurfti einnig að setja upp leitarvél sem myndi aðstoða gesti síðunnar við það að finna viðeigandi efni. Fyrir þetta notuðum við ElasticSearch.
Niðurstaðan var sérsníðanleg og sjálfbær vefsíða með flott útlit þar sem hver undirsíða er byggð til að veita frekari upplýsingar um lífræna menningu.
Tækni sem var notuð
Drupal
Af hverju varð Drupal fyrir valinu?
Fyrri vefsíða IFOAM var á Drupal 7 svo þau könnuðust við CMS kerfið og vildu nota það áfram.
Helstu módúlar/þemu/dreifing
Elastic search
Search API
Efnisgreinar (e. paragraphs)
Workbench moderation
Teymið
https://www.drupal.org/u/adamjuran
https://www.drupal.org/u/svitlana
https://www.drupal.org/u/cmd87
https://www.drupal.org/u/baddysonja
https://www.drupal.org/u/fastangel
https://www.drupal.org/u/pablolc
Fleiri verkefni
Stofnun Árna Magnússonar - Endurgerð vefsíða með OpenEDU
![1x Case Study Teaser Arni](/sites/default/files/styles/widescreen_16_9_480/public/2020-04/1x_website_teaser_cases_arnastofnun.png.webp?itok=--Z8mIOT)