1xCAMP Berlin 2024: Hist í fallegu höfuðborginni Berlín

Hið árlega 1xCAMP er ómetanlegur hluti af vinnumenningu okkar þar sem stór hluti fyrirtækisins vinnur í fjarvinnu. Að hittast einu sinni á ári gefur okkur tækifæri til að kynnast betur, byggja upp tengsl og taka á móti nýju samstarfsfólki sem hefur gengið til liðs við okkur á árinu. Í ár komum við saman í Berlín en einstök gestrisni samstarfsmanna okkar í Berlín gerði viðburðinn einstakan.
24 tímar í Berlín
Lestir og flugvélar frá ýmsum stöðum í Evrópu skiluðu fólki í höfuðborgina í 24 tíma borgarævintýri áður en haldið var norður að friðsælu stöðuvatni. Allir tjékkuðu sig inn á hið frábæra nhow hótel, með útsýni yfir ána Spree og hina frægu Oberbaum-brú. Við borðuðum saman kvöldverð og síðan var óundirbúið skrifstofu partý. Allir voru forvitnir að sjá skrifstofu 1x í Berlín en við náðum að troða 64 starfsmönnum á ris hæðina í Friedrichshain!




Morguninn vel nýttur í að skoða Berlín
Fyrsti morguninn okkar fór í skoðunarferð um borgina en samstarfsmenn okkar í Berlín voru áhugasamir um að sýna okkur það besta sem borgin þeirra býður uppá. Þetta var stutt ferð þar sem skoðuð voru nokkur af þekktustu kennileitum borgarinnar, frá sjónvarpsturninum til Brandenborgarhliðsins. Sumir heimsóttu East Side galleríið, en veggmyndirnar eru á minjum Berlínarmúrsins, þar sem saga, list og menning renna saman. Annar hópur fór í rafhjóla- og hjólaferð um Treptower garðinn.




1xSWAG - Gjafir sem minna á Berlín
Hönnuðirnir okkar útbjuggu fallegan gjafapoka með geggjuðuml stuttermabol með Berlínar dúfunni. Einnig var að finna bragðgott Berlínar nammi, t.d fræga líkjörinn Berliner Luft, hlaup karla í laginu eins og karlarnir á götuljósum borgarinnar og krydd til að búa til karrý pylsur. Við fengum meira að segja kleinuhringi sem voru sérgerð X fyrir okkur, sem við borðuðum i rútunni á leið á áfangastað.




Tollensesee vatnið
Ferðinni var heitið á hið einstaka Bornmühle Spa Hotel við Tollensesee-vatnið. Við byrjuðum á kanóferð um vatnið sem var mjög gaman. Á hótelinu fengum við glæsilegan kvöldverð og fórum í leikinn „Hver er samstarfsmaðurinn?“ Hver starfaði sem fangavörður í eitt ár? Hver fæddist í vörubíl? Hver talar 5 tungumál? Hver hafði búið í 5 löndum fyrir 20 ára aldur? Að deila fyndnum staðreyndum og óvæntum sögum var mjög góð leið til að fá alla til að tala, deila og hlæja.




Vinnustofa - framtíðarsýn og uppbygging
Vinnustofan var frábær fyrir hópinn, bindur okkur saman sem teymi, og styrkir faglegt samstarf. Við fengum upplýsingar um fyrirtækið, núverandi verkefni og forgangsröðun, og sameiginleg gildi okkar og markmið til að tryggja að við höldum áfram saman sem sterkur hópur. Rætt var um vandamál sem geta komið upp í daglegu starfi og komið með tillögur að lausnum. Þetta var dýrmætt tækifæri til að tengjast faglega og að auki í eigin persónu.




Ótrúlegt kvöld undir berum himni - góður matur, góð tónlist og mikið fjör
Í kjölfar vinnustofunnar var sérstakur kvöldverður utandyra, hvað er betra en grill í góðum félagsskap. Við fórum í tónlistarbingó með tónlist frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Mikið hlegið og sungið og endalaust fjör.




Vinabönd mynduðust, skerpt á framtíðarsýn, nýir samstarfsmenn boðnir velkomnir á sama tíma og við kveðjum líka þá sem flytjast til annarra landa og annarra verkefna. Það er ánægjulegt hvað öllum hlakkar til að hittast aftur, því strax er verið að hugsa um næstu ferð! Hvert förum við í 1xCAMP 2025?!
Fleiri greinar
1xCAMP í Conil de la Frontera 2023

Einu sinni á ári komum við saman í nokkra daga á einhverjum fallegum stað. Í ár varð Conil de la...
1xCAMP Iceland - júní 2022

1xINTERNET bauð öllu starfsfólki sínu til Íslands dagana 16.-19. júní 2022 og ákveðið var að halda...