Drupal 9 “end of life”: hvaða áhrif hefur það á þitt fyrirtæki?

5 min.
Drupal 10 lógó

Drupal 9 var gefið út árið 2020 en nú nálgast það end of life (EOL) og í nóvember 2023 mun kerfið renna út. Þetta þýðir að vefsíður sem nota Drupal 9, sem og eldri útgáfur af Drupal, munu ekki fá frekari stuðning og uppfærslur umfram þann tíma. Þetta getur leitt til hugsanlegra vandamála hvað varðar öryggi og frammistöðu vefsíðunnar þinnar. Þetta getur einnig takmarkað möguleikana til þess að betrumbæta þína stafrænu upplifun þar sem nýir eiginleikar og virkni munu ekki endilega virka í eldri útgáfum af Drupal.

Ef vefsíðan þín er keyrð á Drupal 9 eða eldri útgáfu, er mikilvægt að byrja að huga að uppfærslunni í Drupal 10 eins fljótt og auðið er.

Hvað hefur þú mikinn tími til að skipta yfir í Drupal 10?

Ástæðan fyrir tímasetningu Drupal 9 end of life er sú að CKEditor 4 og Symfony 4 munu renna út á sama tíma. Flækjustig uppfærslunnar er mismunandi eftir verkefnum. Þess vegna er mikilvægt að gera ráð fyrir nægum tíma og aðföngum til að tryggja hnökralaus umskipti yfir í Drupal 10 fyrir nóvember 2023.

Tímalína Drupal uppfærslu

Af hverju þarft þú að uppfæra í Drupal 10?

Eins og áður hefur komið fram, munu vefsíður sem eru keyrðar á Drupal 9 hætta að fá opinberan stuðning og uppfærslur frá Drupal samfélaginu í nóvember 2023. Þetta þýðir að upp geta komið ófyrirsjáanleg vandamál sem tengjast öryggi og heildarframmistöðu, og vefsíðurnar þínar verða þar af leiðandi viðkvæmari og óstöðugri. Sveigjanleiki, sem er einn helsti kostur Drupal, verður takmarkaður á sama tíma og framtíðarþróun og viðhald verður kostnaðarsamara. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir öll fyrirtæki sem stefna að hámarksframmistöðu og framtíðarvexti að uppfæra í Drupal 10.

Kostir Drupal uppfærslu

Hér eru nokkrir af helstu eiginleikum Drupal 10:

PHP 8.1 og Symfony 6

  • Nýr og öflugur tæknistafli
  • Kemur í stað PHP 7 og Symfony 4

Nútímalegir JavaScript íhlutir

  • Betri frammistaða framenda
  • Kemur að hluta til í stað jQuery

CKEditor 5

  • Betri ritstjórnarupplifun
  • Kemur í stað CKEditor 4

Drupal Rector

  • Auðveldari Drupal uppfærslur og sjálfvirkar lagfæringar á úreltum Drupal kóðum

Ný þemu

  • Nútímalegt útlit og aðgengilegra viðmót
  • Olivero default þema (kemur í stað Bartik) and Claro administration þema (kemur í stað Seven)

Decoupled valmyndir

  • Meiri sveigjanleiki til að byggja upp valmyndir vefsíðunnar

Með því að uppfæra vefsíðuna þína, færðu sem mest út úr Drupal og leyfir okkur að veita þér fullkominn stuðning og hjálpa þér að uppfylla allar þínar viðskiptakröfur. Það mun einfalda framtíðarþróun og viðhald vefsíðunnar þinnar og spara þér bæði tíma og peninga að halda henni uppfærðri með nýjustu útgáfum Drupal.

Hvernig er best að framkvæma hnökralausa uppfærslu yfir í Drupal 10?

Ef kerfið þitt er nú þegar keyrt á nýlegri útgáfu af Drupal (í þessu tilfelli Drupal 9) mun það líklega auðvelda ferlið við að uppfæra í Drupal 10. Engu að síður getur flækjustig uppfærslunnar verið mismunandi milli verkefna. Það veltur á því hvaða breytingar þarf að gera á core kóðagrunninum, contributed módúlum, þemum og sérsniðnum kóðum sem notaðir eru í kerfinu þínu til að ganga úr skugga um að allt muni virka í Drupal 10. Einnig fer það eftir magni úreltra eiginleika og virkni sem þarf að fjarlægja.

Við höfum þegar hafið uppfærslur nokkurra verkefna yfir í Drupal 10 fyrir viðskiptavini okkar. Til að undirbúa uppfærsluferlið er mikilvægt að byrja að gera tímaáætlun og skipuleggja aðföng eins fljótt og auðið er, óháð núverandi Drupal útgáfu (Drupal 9 eða eldri). Teymið okkar getur aðstoðað þig við að meta kostnað og tímalínu uppfærslunnar fyrir verkefnið þitt og tryggja að allt ferlið sé rétt skipulagt og nægur tími og fjármagn sé til að ljúka uppfærslunni innan ákveðins frests.

Drupal uppfærsluferlið

Uppfærsluferlinu okkar er skipt í sjö skref: frá skipulagningu og undirbúningi til viðhalds og stuðnings. Ferlið okkar er mjög öruggt og áreiðanlegt, og við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi gagna þinna með því að taka öll nauðsynleg afrit af núverandi gagnagrunni áður en uppfærslan í Drupal 10 hefst.

Að auki gerum við prufuuppfærslur á test og stage umhverfum áður en haldið er áfram með uppfærslu á live umhverfinu, þannig að tryggt sé að allar villur og böggar greinist snemma og leysist á fyrri stigum. Byrjum að skipuleggja árangursríka uppfærslu í Drupal 10!

Það er ekkert vandamál að uppfæra í Drupal 10, svo lengi sem það er vel skipulagt. Uppfærslan tryggir að vefsíðan þín samræmist nýjustu tækni og bestu starfsvenjum Drupal, veitir alhliða ávinning og gefur þér endalausa möguleika til að stækka og betrumbæta stafræna upplifun þína í samræmi við þarfir fyrirtækisins.

Deila grein

Fleiri greinar

Ítarefni

Af hverju er opinn hugbúnaður góður valkostur fyrir fyrirtækjalausnir?

Opinn hugbúnað fram yfir séreignarhugbúnað

Við erum oft spurð að því hvers vegna fyrirtæki velja opinn hugbúnað fram yfir séreignarhugbúnað (e...

11 min.
Ítarefni

MVP nálgun fyrir vefverkefni

Þrír hringir sem skarast og sýna “MVP” nálgun

Hjá 1xINTERNET notum við MVP (e. Minimum Viable Product) nálgun til að skila af okkur árangursríkum...

5 min.