Öflugur hópur skapandi sérfræðinga

Menning og gildi fyrirtækisins
Við áttum okkur á virði starfsfólksins okkar og erum staðráðin í því að skapa opið og öruggt umhverfi sem stuðlar að persónulegum sem og faglegum vexti óháð kyni, aldri og bakgrunni. Við viljum hvetja teymið til nýsköpunar og búa til umhverfi þar sem allir fá að láta ljós sitt skína. 1xINTERNET leggur áherslu á að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs með því að veita starfsfólki sínu sveigjanleika og stuðning.
Tölfræði um teymið

Stjórnendur
Leiðtogarnir okkar sem móta framtíð fyrirtækisins, ýta undir nýsköpun og gera okkur kleift að skara fram úr.
Baddý Breidert
Forstjóri & meðeigandi
Dr. Christoph Breidert
Framkvæmdastjóri & meðeigandi
Stefan Weber
Tæknistjóri & meðeigandi
Diego Costa
Verkefnastjórnun
Verkefnastjórateymið okkar er metnaðarfullur hópur sérfræðinga sem skara fram úr þegar kemur að skipulagningu og framkvæmd vefverkefna. Verkefnastjórarnir tryggja að verkefnið þitt sé klárað réttum tíma, fylgi fjárhagsáætlun og uppfylli alla gæðastaðla.
12 |
5 |
Verkefnastjórar |
Lausnasmiðir |

Vefþróun
Vefþróunarteymið okkar samanstendur af vottuðum sérfræðingum sem hafa mikla ástríðu fyrir tækni og nýsköpun. Forritararnir okkar tryggja að verkefnið þitt gangi smurt fyrir sig, allt frá hugmyndavinnu til innleiðingar en þeir hafa víðtæka þekkingu á framenda- og bakendaforritun og mismunandi tæknistöflum.
23 |
15 |
Framendaforritarar |
Bakendaforritarar |

DevOps
DevOps teymið er mikilvægur partur af vistkerfinu okkar en þetta eru sérfræðingar sem sjá um að þróunin og útgáfur (e. deployments) keyri hnökralaust. Þeir blanda saman þekkingu á forritun og aðgerðum (e. operations) og búa þannig til skilvirkara verkflæði, gera ferla sjálfvirka og tryggja hraðvirka og áreiðanlega afhendingu verkefna.
4 |
DevOps forritarar |

Hönnun
Hönnunarteymið okkar er hæfileikaríkur hópur skapandi fólks sem kann að útfæra hugmyndir á sjónrænan hátt. Með ástríðu fyrir nýsköpun og næmt auga fyrir smáatriðum gætir teymið þess að hönnun vefsíðu sé falleg, grípandi, notendamiðuð og að hún samræmist vörumerkinu þínu.
3 |
1 |
UX/UI hönnuðir |
Hreyfihönnuður (e. motion designer) |

Markaðsmál og sala
Markaðs- og söluteymið okkar er hópur sérfræðinga sem passar upp á að fyrirtækið þitt sé samkeppnishæft í hröðum, stafrænum heimi. Teymið notar frumlegar og gangadrifnar aðferðir til að móta þína “netímynd” og auka virkni notenda á vefsíðunni.
11 |
4 |
Markaðsfræðingar |
Sölufulltrúar |

Mannauður og fjármál
Mannauðs- og fjármálateymið okkar er ómissandi þegar kemur að velgengni fyrirtækisins. Aðalmarkmið þeirra er að hlúa að góðu og öruggu vinnuumhverfi og tryggja fjárhagslega heilsu og sjálfbærni fyrirtækisins.
4 |
2 |
Sérfræðingar í mannauðsmálum |
Sérfræðingar í fjármálum |

Meira um okkur
Lausnir okkar
Við viljum skara fram úr og ástríða fyrir nýsköpun er grunnurinn að öllum stafrænum lausnum sem við höfum þróað.
Þjónusta okkar
Teymið okkar hefur víðtæka sérþekkingu sem tryggir að þitt verkefni fái allan þann stuðning sem þörf er á.
Verkefnin okkar
Við leggjum áherslu á að byggja og viðhalda sterkum tengslum við viðskiptavini okkar.