Allt sem þú þarft að vita um Evrópsku aðgengis löggjöfina

5 min.
EES fáninn með mynd af einstaklingi í miðjunni

Evrópska aðgengis löggjöfin (EAA) miðar að því að auka aðgengi að vörum og þjónustu fyrir fólk með fötlun og aldraða á ESB svæðinu. Opinber fyrirtæki og aðilar í einkarekstri hafa nú minna en ár til að uppfylla kröfur um regluvörslu er varða löggjöfina og því er best að bregðast við sem fyrst. Þessi grein lýsir skyldum þínum samkvæmt löggjöfinni og veitir leiðbeiningar um hvernig við getum aðstoðað þig að gera hlutina á réttan hátt. Að auki bjóðum við uppá frítt aðgengis mat á þinni vefsíðu.

Hvað er Evrópska aðgengis löggjöfin (EAA)?

Evrópska aðgengis löggjöfin (EAA) var kynnt af Evrópusambandinu árið 2019 með það að markmiði að bæta aðgengi að vörum og þjónustu fyrir fólk með fötlun og aldraða um allt ESB svæðið

EAA nær yfir breitt úrval af vörum og þjónustu, þar á meðal stafrænar vörur (vefsíður, farsímaforrit), rafræn viðskipti, bankaþjónustu á netinu, fjarskiptaþjónustu og ákveðnar vörur eins og hraðbanka.

Frestur til að mæta kröfum löggjafarinnar er 28. júní 2025. Frá þessum degi verða nýjar vörur og þjónusta sem boðið er upp á innan ESB að koma á markað í samræmi við það sem kveðið er á um. 

80 milljónir manna innan ESB eru með einhvers konar fötlun. Með stækkandi hóp aldaðra fer þessi tala vaxandi, ennfremur munu mörg okkar upplifa tímabundna skerðingu á lífsleiðinni. Með því að uppfylla kröfur aðgengislöggjafarinnar mun það tryggja að vörur þínar og þjónusta séu opin öllum.

Tímalína, fjögur spjöld með texta og mynd af fjórum einstaklingum
Athugið: Þetta graf skýrir myndina á nákvæman hátt

Hverja snertir þetta?

Ólíkt fyrri löggjöf sem miðaði að hinu opinbera, víkkar aðgengislöggjöfin út skyldur til fyrirtækja í einkageiranum sem selja vörur eða þjónustu til viðskiptavina í aðildarríkjum ESB. Það á við um fyrirtæki:

  • með amk 10 starfsmenn og veltu yfir tvær milljónir evra.
  • sem stundar viðskipti innan ESB.

Fyrirtæki með höfuðstöðvar utan ESB verða að fara eftir löggjöfinni ef þau selja viðeigandi vörur eða þjónustu innan ESB.

Hvernig er löggjöfinni framfylgt og hver eru viðurlögin ef ekki er farið að reglum?

Fyrirtæki sem starfa innan ESB, sérstaklega einkageiranum, þurfa að byrja að samræma vörur sínar og þjónustu við staðla löggjafarinnar til að forðast viðurlög. Í lögunum eru ákvæði um undanþágur, fyrst og fremst fyrir örfyrirtæki (e. Micro enterprises), og um tilvik þar sem fylgni myndi leggja óhóflega byrði á fyrirtækið. 

Framfylgd og eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum verður framkvæmt af tilnefndum yfirvöldum í hverju aðildarríki. Þau munu framkvæma eftirlit með þjónustu og vörum á markaði og takast á við vandamál ef ekki er farið að reglum. Viðurlög verða ákveðin á hverju svæði fyrir sig, en geta falið í sér:

  • Sektir
  • Takmarkanir á markaði viðkomandi vöru / þjónustu
  • Vörur teknar af markaði
  • Stjórnsýsluviðurlög

Fyrirtæki sem fara ekki eftir reglugerðinni geta fengið 100.000 € sekt.

Þrjú spjöld sem sýna mismunandi þrep af aðgengis stöðlum: A, AA og AAA

Hverju þarf að huga að?

Evrópska aðgengis löggjöfin skilgreinir ekki sjálf sérstaka tæknilega staðla fyrir aðgengi. Frekar notar það EN 301 549 sem væntanlegan samræmisstaðal, sem krefst samræmis við WCAG útgáfu 2.1 AA staðla.

Til að fara eftir löggjöfinni verða framleiðendur að hanna vörur, tæki, þjónustu eða umhverfi sem nota má af fötluðu fólki til jafns við aðra. Einnig skulu framleiðendur vöru og þjónustu birta aðgengisyfirlýsingar þar sem fram kemur hvernig þeir uppfylla skilyrði laganna.

Fyrirtæki sem starfa í ESB, sérstaklega þau sem eru í einkageiranum, þurfa að byrja að samræma vörur sínar og þjónustu við staðla löggjafarinnar til að forðast sektir.

Hvernig get ég metið hvort núverandi vörur mínar og þjónusta uppfylli kröfur?

Hvað varðar vefsíður, stafrænar vörur og þjónustu bjóðum við upp heildarlausn til að skoða aðgengismál þíns fyrirtækis. Þetta alhliða mat er framkvæmt í samræmi við WCAG 2.1 AA viðmiðunina. Við skoðum hvort einhver brot á reglugerðum eigi sér stað og veitum ráðleggingar um sérstakar aðgerðir og úrbætur sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur aðgengis löggjafarinnar.

Í ljósi þess að löggjöfin tekur gildi 28. júní 2025 og eftirspurn eftir þjónustu okkar er mikil, hvetjum við þig til að hafa samband sem fyrst og til að tryggja að þínar vörur og þjónusta séu undirbúin með góðum fyrirvara.

Dæmi um síðu útlit með tjékk lista með grænum gátmerkjum

Hvernig getum við hjálpað?

Við hjá 1xINTERNET höfum við mikla reynslu af því að skila af okkur vefsíðum og verkefnum  sem samræmast WCAG stöðlum bæði fyrir nýjar eða núverandi Drupal vefsíður.

Mat á aðgengismálum vefsíðna í Drupal

Mat okkar á aðgengismálum fyrirtækja er skilað með ítarlegri skýrslu þar sem kemur fram hvort vefsvæðið þitt sé í samræmi við evrópsku aðgengis lögin (EAA). Í skýrslunni er gerð grein fyrir nauðsynlegum skrefum til að ná fullu samræmi. 1xINTERNET býður upp á ókeypis aðgengisúttektir til að tryggja að þín aðgengismál séu í lagi.

Fáðu fría úttekt á aðgengi

Mat á aðgengi og sjálfvirk prófun

Breytingar á efni, uppfærsla á hönnun og nýir  hlutir á vefsíðunni þinni geta haft áhrif á aðgengi. Þess vegna þarf stöðugt að huga að aðgengi þegar vefsvæði eru þróuð, hönnun uppfærð og efni framleitt til að viðhalda samræmi til langtíma.

Til að aðstoða við þetta bjóðum við upp á sveigjanlegt kerfi fyrir ritstjórn á vef, prófanir byggða á opnum hugbúnaði og skýrslugerð sem gerir teyminu þínu kleift að viðhalda regluvörslu á áhrifaríkan hátt. Ef þú vilt heyra meira hvernig 1xINTERNET gæti aðstoðað þig, skaltu ekki hika við að hafa samband.

Deila grein

Fleiri greinar

Knowledge base

Web Accessibility and synergies to SEO

Accessibility und SEO

The purpose of web accessibility and web design is to ensure that certain groups of people, for...

6 min.
Knowledge base

Sitemaps - Why are they good for SEO?

sitemap

In general, sitemaps provide an overview of the content of a website so that users and crawlers can...

7 min.