Hlúum að hæfileikum: frá starsfnámi í fullt starf

Við hjá 1xINTERNET höfum mikla trú á að fjárfesta í hæfileikum ungs fólk og styðja við minni samfélög áa sama tíma. Við viljum skapa jákvæð áhrif á vinnuumhverfi þessara staða með því að bjóða upp á alvöru tækifæri fyrir upprennandi fagfólk. Með góðu samstarfi við háskóla og menntastofnanir höfum við komið á fót leið fyrir nemendur og útskriftarnema til að brúa bilið milli menntunar og iðnaðar til stíga inn í heim tækninnar með raunverulegri reynslu og leiðsögn.
Þessi blogggrein sjáum við hvernig þetta horfir við starfsnemum sem hafa farið yfir í fullt starf hjá 1xINTERNET eftir starfsnám. Sögur þeirra endurspegla ekki aðeins persónulegan vöxt og árangur heldur einnig skuldbindingu 1xINTERNET til að styðja við skóla og menntastofnanir á staðnum og hlúa að nýjum hæfileikum í tækniiðnaðinum.
Valdefflum næstu kynslóð: frá menntun til starfa
Í Þýskalandi höfum við tekið framhaldsskólanema í starfsnám sem hluta af námi þeirra. Þessir nemendur hafa unnið frá skrifstofu 1x í Frankfurt þar sem þeir fengu aðstoð við að búa til sitt fyrsta vefforritið og læra nokkur grunnatriði Drupal. Að hvetja og veita ungu fólki innblástur til að taka þátt í þróun tækni er eitthvað sem við tökum alvarlega svo við reynum eftir fremsta megni að veita þeim jákvæða reynslu.
Spænska teymið okkar í Conil de la Frontera hefur verið að stækka, en við erum í samstarfi við fagnámsbrautir í Andalúsíu, háskólann í Cadiz og háskólann í Sevilla. Við höfum tekið við nemendum í starfsnám sem hluta af námi þeirra en margir þessara nemenda hafa farið í fullt starf hjá 1xINTERNET og eru sumir hverjir enn hjá okkur í fullu starfi.
Alberto Saldaña Contreras
Starf: Framenda Forritari
Starfstöð: Jerez de la Frontera, Spánn
Ár hjá 1x: 4

Hvað lærðir þú og hvar?
Ég lærði faglega mótun í þróun vefforrita í CDP José Cabrera, Trebujena. Á sama tíma var ég að læra tölvuverkfræði við háskólann í Cadiz.
Hvernig var upplifun þín af starfsnámi hjá 1x?
Mjög góð, þetta var í fyrsta skipti sem ég vann við vefþróun hjá fyrirtæki og reynslan var bara frábær. Ég lærði mikið, vinnuumhverfið frábært og allir í teyminu mjög hjálplegir. Þetta var stórkostlegt fyrir mig þar sem ég var að stíga mín fyrstu skref í greininni.
Hvernig stuðning fékkstu í starfsnáminu?
Ég byrjaði að læra React, sem ég vissi ekkert um og líka Drupal, sem ég hafði litla þekkingu á fyrir. Ég var fyrsti starfsneminn frá Spáni og var leiðbeint beint af teyminu sem ég byrjaði að vinna með. Í því teymi var líka fólk sem bjó á Spáni sem var gott fyrir mig þegar ég byrjaði.
Hvernig hjálpaði þetta þér að þróa færni þína og verða betri í faginu?
Það hjálpaði að vinna strax eins og hver annar starfsmaður. Ég var strax í beinu sambandi við viðskiptavinina og sýndi þeim hvað ég hafði gert eftir hvern sprett. Þarna sá ég svart á hvítu framfarir mínar, færni og möguleikana sem þetta gæti fært mér.
Hvað gerir þú núna? Hver er þinn starfstitill?
Núna starfa ég sem framenda forritari. Ég geri mikið af mismunandi hlutum í mismunandi verkefnum, þar sem ég hef þekkingu í React, Drupal framenda, hönnunarkerfum, vefhlutum ( e.Web Components), vefþróun og Drupal forritun.
Hvað er það besta við að vinna fyrir 1x?
Get ekki sleppt því að nefna að hjá 1x er frábært starfsumhverfi og svo möguleikinn á að gera marga mismunandi hluti því við erum með mörg verkefni sem við vinnum venjulega að og hvert og eitt þeirra hefur mismunandi lausnir.
Breytti starfsnámið því hvernig þú sérð framtíð þína?
Að sjálfsögðu. Það hjálpaði mér að sjá að ég hefði gott tækifæri til að vaxa og verða góður forritari, þá er ég ekki bara að tala um tæknilega þekkingu heldur líka að vera góður liðsmaður og efla hæfileika mína í samskiptum.
Alejandro Ortega Guerra
Starf: Bakenda Forritari
Starfstöð: Sevilla, Spánn
Ár hjá 1x: 2

Hvað lærðir þú og hvar?
Ég lærði þróun vefforrita hjá CDP José Cabrera, sem staðsett er í þeim fallega bæ Trebujena.
Hvernig var upplifun þín af starfsnámi hjá 1x?
Mjög fín, ég hefði ekki geta beðið um betri leiðbeinanda til að byrja með, starfsnámið var nýtt á þeim tíma og ég fékk aðeins að hafa áhrif á hvernig það var sett upp sem mér fannst skemmtilegt. Allt var nýtt fyrir mér, samstarfsfólkið, vinnuumhverfið, vefumsjónarkerfið... en teymið hjálpaði mér að aðlagast aðstæðum og mér leið vel, þetta gaf mér kraft til að gera enn betur.
Hvernig stuðning fékkstu í starfsnáminu?
Ég var að sækja um starf sem bakenda forritari, svo ég fékk þjálfun í Drupal uppsetningu auðvitað, Drupal módúla þróun, php, twig, osfrv. Ég fékk líka hjálp til að setja upp verkefni með ddev og docker á linux.
Hvernig hjálpaði þetta þér að þróa færni þína og verða betri í faginu?
Þekking er öflugt tæki, en mikilvægasta kunnáttan sem ég hef lært er að vinna sjálfstætt að lausn vandamála. Það virkar fyrir öll forritunarmál og er lykillinn að því að skilja hvernig kóðinn virkar í raun. Það er eitthvað sem ég mun taka tileinka mér það sem eftir er af ferlinum.
Hvað gerir þú núna? Hver er þinn starfstitill?
Ég er bakenda forritari, en hef nýverið verið að fara meira í “full-stack” forritara starf.
Hvað er það besta við að vinna hjá 1x?
Góði starfsandinn og sú staðreynd að þú getur reitt þig á flesta samstarfsmenn þína ásamt því sem ég met mest, alþjóðlega umhverfið sem við vinnum í. Það er svo mikið að læra af öllum, mörg þjóðerni, mismunandi menning og lífsstíl. Ég persónulega hef aldrei fengið tækifæri til að deila vinnuumhverfi með fólki alls staðar að úr heiminum fyrr en nú.
Breytti starfsnámið því hvernig þú sérð framtíð þína?
Algerlega. Það er stórt skref frá námi og í að vinna að raunverulegum verkefnum með teymi. Ég þurfti að skipuleggja mig betur, hafa mikil samskipti, aðlagast breytingum hratt o.s.frv. Mér finnst ég vera ákveðnari núna, hugmyndir mínar eru skýrari núna en þær voru þegar ég byrjaði. Einnig hefur enskan mín batnað við að starfa hjá alþjóðlegu fyrirtæki og ég hef mun meira sjálfstraust núna þegar ég tala augliti til auglitis við aðra samstarfsmenn en þegar ég byrjaði.
Jesús Márquez Delgado
Starf: Bakenda Forritari
Starfsstöð: Chiclana de la Frontera, Spánn
Ár hjá 1x: 2

Hvað lærðir þú og hvar?
Lærði tölvuverkfræði við háskólann í Cadiz.
Hvernig var upplifun þín af starfsnáminu hjá 1x?
Áður en ég byrjaði hafði ég smá áhyggjur þar sem ég var enn að vinna í lokaverkefninu í háskólanum. En þar sem ég fékk að vinna hlutastarf (4klst), hafði ég nægan tíma til að klára.
Ég hafði grunn í Symfony og PHP frá náminu en ég hafði aldrei unnið með Drupal. Hins vegar, með aðstoðina sem ég fékk í starfsnáminu var það ekki mikið mál fyrir mig að ná því sem þurfti fyrir verkefnin hjá 1x.
Hvernig stuðning fékkstu í starfsnáminu?
Í fyrstu fór ég í gegnum “Drupalize.Me” námskeið. Þegar ég var komin með grunnþekkingu í Drupal hélt ég áfram með sérstök Drupal bakenda námskeið.
Ég lærði mest þegar ég byrjaði að vinna að raunverulegum verkefnum við að leysa raunveruleg vandamál. Það var þarna sem ég fann að þekking mín á kóðun var kannski ekki nógu en þá kom leiðbeinandi minn að góðum notum, kenndi mér og leiddi mig áfram.
Hvernig hjálpaði það þér að þróa færni þína og verða betri í faginu?
Eins og ég sagði áður, áður en ég byrjaði með 1x, hafði ég aldrei unnið með Drupal. Starfsnám mitt undirbjó mig undir að geta leyst vandamál með þessari tækni og að hafa fleiri atvinnutækifæri á þessu sviði.
Hvað gerir þú núna? Hver er þinn starfstitill?
Titillinn minn segir að ég sé bakenda forritari og ég vinn sem slíkur en ég vinn líka Drupal síðugerð og stundum smá framendavinnu líka.
Hvað er það besta við að vinna hjá 1x?
Að geta unnið heiman frá er stór plús fyrir mig þar sem það gerir mér kleift að nýta tímann betur eftir vinnu. Tækifærið til að hitta alla einu sinni á ári er líka mjög gott.
Ég var svolítið stressaður yfir því að þurfa að tala ensku en samstarfsmenn mínir eru mjög vinalegir. Það er afslappað andrúmsloft, sem gerir það auðvelt að líða vel, jafnvel á dögum þegar ég geri mistök.
Breytti starfsnámið því hvernig þú sérð framtíð þína?
Ég hafði ekki skýra hugmynd um hvað ég vildi gera þegar ég kláraði háskólann en ég hafði örugglega ekki í huga að vinna með Drupal því ég vissi ekki einu sinni að það væri til! Ég er mjög ánægður með að hafa fengið tækifæri til að vinna með þessa tækni í 1x þar sem ég sé hana sem hluta af framtíð minni.

Ævintýri í starfsnámi framundan: frá kennslustofu til raunverulegra verkefna viðskiptavina
Nýlega kom til okkar starfsnemi í UX hönnun og ætlar að vera hjá okkur í þrjá mánuði. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með starfsnema í hönnunarteyminu og við erum spennt að sjá hvernig það gengur. Þessi starfsnemi er með mastersgráðu í UX hönnun frá Madríd og er nú hluti af hönnunateyminu þar sem hún aðstoðar við verkefni fyrir viðskiptavini og einnig fyrir markaðsverkefni innanhúss.
Fleiri greinar
1xHEALTH: Framtíð vinnustaðar veltur á heilsu og vellíðan starfsfólks

1xHEALTH er sett í forgang árið 2023. 1xINTERNET leggur ríka áherslu á að skapa heilbrigt...
1xCAMP í Conil de la Frontera 2023

Einu sinni á ári komum við saman í nokkra daga á einhverjum fallegum stað. Í ár varð Conil de la...