Borði fyrir 1. sæti á Splash Awards 2023

Maggi.de - árangursrík endurstaðsetning

Atvinnugrein
Smásala
Lausn
Vefumsjónarkerfi
Tækni
Drupal, React, Apache Solr

ÁSKORUNIN

Maggi.de hefur lengi verið í hópi mest heimsóttu uppskriftasíðna fyrir matvælaframleiðendur í Þýskalandi og eru notendur yfir 12 milljónir á ári. Hins vegar hafa margar svipaðar vefsíður sprottið upp síðustu ár og því var kominn tími á að skera sig úr.

LAUSNIN

Maggi tók ákvörðun um að bjóða notendum sínum ekki aðeins upp á uppskriftir, og vildu umbreyta upprunalegu síðunni í alhliða, neytendamiðaða þjónustugátt byggða á Drupal. Nýja vefsvæðið býður viðskiptavinum upp á fleiri möguleika og einfaldar daglegt líf.

ÚTKOMAN

Í dag býður Maggi.de upp á heildstæða upplifun og alhliða þjónustu, t.d. innihaldslýsingar og sérstakar leiðbeiningar um matargerð. Að auki var búin til ný virkni fyrir þýska markaðinn þar sem staðsetning notenda er nýtt til að bjóða uppá sérstök tilboð sem eru virk á því svæði sem viðkomandi er. Þessu er ætlað að veita viðskiptavinum Maggi innblástur við matreiðslu.

VIÐSKIPTAVINURINN

Maggi GmbH

Maggi GmbH er dótturfyrirtæki Nestlé Deutschland AG og er með höfuðstöðvar í Frankfurt am Main. Maggi er þekkt fyrirtæki á neyslumarkaði. Hið gamalgróna fyrirtæki var stofnað árið 1897 og hefur áunnið sér gott orðspor fyrir sérstakt og einstakt bragðefni, oft nefnt "that certain something".

Video file
Maggi video preview with play button
VERKEFNIÐ

Alhliða þjónustusíða byggð á Drupal

Eftir að hafa vaxið frá Drupal uppsetningu móðurfyrirtækisins Nestlé, hefur Maggi.de frá árinu 2019 boðið upp á notendavæna vefsíðu með miklu úrvali upplýsinga, ráða og hugmynda um allt sem tengist mat og réttum undirbúning fyrir góðar máltíðir.

Maggi er stöðugt að þróa þjónustu sína með innleiðingu nýstárlegra hugmynda. Þjónustusíðan kemur til móts við núverandi þarfir neytenda. Auk þess að fá innblástur úr uppskriftum sem uppfærast daglega, geta neytendur hlaðið niður heilum viku matseðlum.

Þeir geta einnig leitað að sérstökum uppskriftum eftir flokkum eins og "lítið af kolvetnum" eða "matargerð með grænmeti" og fengið verð hugmynd fyrir hverja máltíð. Tímarit á síðunnu veitir einnig innblástur um allt sem tengist mat og matargerð.

Skjámynd af heimasíðu Maggi.de

Nokkrar staðreyndir um Maggi.de vefsíðuna

Skjámynd sem sýnir uppskriftarvefinn á Maggi.de
Skjámynd sem sýnir ítarlega uppskriftarsíðu á Maggi.de

Maggi skoðar vel neytenda hegðun til að halda nánu sambandi við notendur og leggur áherslu á að bjóða þeim framúrskarandi þjónustu. Hlutverk okkar sem Drupal sérfræðingar er að aðstoða Maggi.de við viðhald, endurbætur og innleiðingu nýrra eiginleika í takt við þarfir neytenda. Vefsíðan breytist stöðugt til að mæta síbreytilegum kröfum.

Drupal dreyfing

Nýjasta útgáfa Drupal var tengt Maggi örþjónustunni, sem þjónar sem miðlægt viðmót fyrir aðgang að gagnagrunni.

React forrit

Á notendahliðinni er notað React forrit til að bæta leitarupplifunina og auðvelda aðgang að efni vefsíðunnar.

SOLR leit

SOLR leit var innleidd til að hámarka gæði leita að uppskriftum og tryggja að notendur geti fljótt fundið þær uppskriftir sem þeir leita að.

Til að innleiða tilboðsleitina var mikið magn gagna samþætt úr Drotax gagnagrunninum, sem inniheldur verðupplýsingar frá yfir 78.000 matvöruverslunum víðsvegar um Þýskaland. Þessi gögn voru flutt yfir í innri örþjónustu Maggi (Nestlé Drupal dreifing) til að samræma núverandi tilboð við lista yfir þúsundir innihaldsefna í uppskriftum.

FRÁ KÚNNANUM

"Áhrifamikið framlag til jákvæðra breytinga..."

"Þetta snýst ekki bara um afgangana sem bíða í ísskápnum, heldur einnig um að veita innblástur sem neytendur hafa kannski ekki einu sinni hugsað um. Sumar af uppskriftum okkar undir "Þetta getur þú notað" innihalda frábærar tillögur og hráefnaráð – til dæmis hvernig má nýta afganginn af hvítkáli. Með "LECKER RETTER®" vill Maggi leggja sitt af mörkum til jákvæðra breytinga til langs tíma!"

Grischa Widmaier, PO Maggi.de 

Mynd af Grischa Widmaier
HÁPUNKTAR

Einstakir og nýstárlegir eiginleikar fyrir Maggi.de

Markmið fyrir neytendur, eins og að draga úr matarsóun, spara tíma, efla kostnaðarvitund og einfalda lífið, er innleitt í nýsköpunarferli og útfærð tæknilega á réttum tíma. Nýju viðbæturnar í Drupal kerfinu bjóða upp á kjörna leið til að ná til neytenda í gegnum nýju vefsíðuna á persónulegan og þarfamiðaðan hátt.

Skjámynd sem sýnir LECKER RETTER® framtakið á Maggi.de

LECKER RETTER® - framtak til að draga úr matarsóun

"LECKER RETTER®" var sett af stað í Þýskalandi til að vinna gegn þeim 11 milljónum tonna af matarsóun sem verða árlega, þar sem helmingurinn á sér stað á heimilum. Framtakið snýst um að berjast gegn matarsóun með gagnvirku spjallmenni sem vekur athygli notenda í spjall glugga. Spjallmennið býður upp á nytsamleg ráð um hvernig geyma má matvæli og nýta afganga á skapandi hátt. "LECKER RETTER®" býður upp á ljúffengar uppskriftir sem hafa verið sérstaklega þróaðar til að umbreyta "afgöngum" í ljúffengar máltíðir.

Meira um LECKER RETTER®

Skjámynd sem sýnir virkni KiM spjallmenni á Maggi.de

KiM chatbot - stafrænn eldhúsráðgjafi

Spjallmennið KiM býður upp á meira en 2.600 uppskriftir og nýstárlegar matreiðslu hugmyndir. Frá og með 2020 hefur samskipti við KiM í gegnum WhatsApp gert notendum kleift að fá frábæran innblástur fyrir geymslu og notkun matvæla með aðeins örfáum smellum. Auk þess að auðvelda markvissa leit að ákveðnum uppskriftum, býður þjónustan upp á val um tvö matreiðslu námskeið sem eru sérstaklega þróuð fyrir WhatsApp notendur, auk þess að hægt er að fá viku matseðla í gegnum áskrift.

Meira um KiM spjallmennið

Skjámynd sem sýnir virkni aktionsfinder á Maggi.de

Aktionsfinder - staðbundin tilboð sem daglegur innblástur

Árið 2023 kynnti Maggi.de nýja eiginleika sem nýtir vikulegar verðbreytingar á staðbundnum matvöruverslunum í Þýskalandi, svo sem EDEKA, Rewe og öðrum, til að nýta sér sértilboð eftir staðsetningu neytenda til að draga úr óþarfa neyslu. Þessi nýji eiginleiki samþættir núverandi staðbundin sértilboð og tengir þau við hráefnalista uppskriftanna sem geymdar eru í kerfinu. Þessi þjónusta er einstök í Þýskalandi og gerir notendum kleift að skipuleggja máltíðir á hagkvæmari hátt fjárhagslega.

Meira um Aktionsfinder

Verðlaun fyrir nýsköpun og tækni

Sem eitt af mest nýstárlegu og tæknilega þróuðu verkefnunum hlaut "Maggi.de - Drupal viðbót fyrir nýja markaðssetningu" tvö verðlaun á Splash Awards  Þýskaland  & Austurríki 2023.

Meira um verðlaunahafa Splash Awards 2023

AF HVERJU DRUPAL?

Vaxið út frá Drupal dreifingu Nestlé

Maggi.de var var byggt útúr Drupal sem Nestlé var ánægt með. Módúlu eiginleikinn, opin hugbúnaðarlausn með minni viðhalds kostnaði, hátt öryggisstig og auðveld samþætting við núverandi lausnir, ásamt innleiðingu nýrra lausna og samþættingu við þriðja aðila voru hlutir sem hentuðu Maggi vel.

Önnur verkefni

Vefverslanir

Eldum Rétt - flókin e-commerce lausn

Kjúklinga korma með grænmeti á borðinu

Decoupled Drupal e-commerce samþætt við React Native app til að tryggja einstaka upplifun viðskiptavina og sveigjanleika.

E-commerce solution Multisite solution

Transgourmet - multisite and headless e-commerce

Transgourmet food trucks next to the warehouse

Developing a multisite CMS platform with Drupal and Commercetools to offer customers and suppliers the latest digital convenience.