Hápunktar frá Nordic Women in Tech Awards 2023

3 min.
Winners at NWITA 2023
Sigurvegarar kvöldins á Nordic Women in Tech Awards 2023. Ljósmyndari: Bruno Volpe:

Í síðustu viku fóru Norrænu tækniverðlaunin: Nordic Women in Tech fram í Hörpu, þar sem konur í tæknigeiranum alls staðar frá Norðurlöndunum komu saman. Viðburðurinn, sem var í alla staði hinn glæsilegasti, var vel sóttur og bar vitni um ótrúlegt framlag kvenna til þessa síbreytilega og fjölbreytta geira.

Brautryðjendur koma saman

Áhrifamiklar konur frá Norðurlöndunum stigu á svið og deildu innsýn og reynslu sem sló í mark hjá áhorfendum. Meðal gesta voru Eliza Reid, forsetafrú Íslands, sem flutti glæsilegt erindi um áframhaldandi jafnréttisbaráttu og lagði áherslu á mikilvægi þrautseigju, jafnvel á tímum framfara og nýsköpunar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, mennta- og nýsköpunarráðherra, lagði áherslu á mikilvægi fyrirmynda í tækniiðnaðinum. Á sviði sem breytist hratt benti hún á þörfina fyrir sterka leiðbeinendur sem vísa næstu kynslóð veginn og hvatti gesti í salnum til að taka þetta til sín. 

Baddy Sonja Breidert, framkvæmdastjóri 1xINTERNET, deildi sögu sinni í tæknigeiranum sem hófst í raun við 10 ára aldur, þar sem sterkar konur hafa litað allan hennar feril.

Viðurkenning fyrir gott starf

Verðlaun fyrir „Mentor ársins“  kom í hlut Ragnhild Hånde frá Forte Digital. Þessi verðlaun eru vitnisburður um glæsilega leiðsögn hennar í tæknigeiranum, en verðlaunin veitti Hadda Hreiðarsdóttir, markaðsstjóri 1xINTERNET. 

Við sendum innilegustu hamingjuóskir til allra þeirra kvenna sem voru tilnefndar, þeirra sem komust í úrslit og svo auðvitað sigurvegurum kvöldsins. 

Sigurvegarar 2023 á Nordic Women in Tech Awards voru:

  • Jonah Andersson: Forritari ársins
  • Jennifer Montague: Stafrænn leiðtogi ársins
  • Chisom Udeze: Fjölbreytni leiðtogi ársins
  • Marianne Andersen: Talsmaður kvenna í tækni
  • Annu Nieminen: Frumkvöðull ársins
  • Laura McGrath: Frumkvæði ársins
  • Tove Mylläri: Brautryðjandi ársins
  • Joo Sundström: Fjárfestir ársins
  • Ragnhild Hånde: Mentor ársins
  • Safa Jemai: Rísandi stjarna ársins
  • Jenifer Clausell Tormos: Liva Echwald verðlaunin 2023

Saman erum við sterkari

Plamena Cherneva, stofnandi Nordic Women In Tech Awards, lýsti yfir þakklæti fyrir stuðning og þátttöku allra sem komu að viðburðinum; hún lagði áherslu á einstök gæði tilnefndra og sigurvegara þessa árs, og þakkaði forystu þeirra, leiðsögn og frumkvæði.

Norrænu tækniverðlaunin 2024 verða haldin hátíðleg í Osló, og eftirvæntingin leynir sér ekki. 

1xINTERNET var einn af aðal styrktaraðilum Norrænu tækniverðlaunanna en við hlökkum til að taka þátt í fleiri verkefnum sem leggja áherslu á að kynna og hvetja konur í tækni.

Eftirminnileg augnablik frá NWITA 2023

Viðtal við Baddý Sonju frá 1xINTERNET

Deila grein

Fleiri greinar

Events

Meet us at DrupalCon Lille 2023

1xINTERNET at DC Lille

DrupalCon is the biggest event in the European Drupal community calendar. This year we are Platinum...

5 min.
Events

Business Day Oldenburg - Iceland 2022

Baddy Sonja Breidert Photo

Meet Baddy Sonja Breidert in Business Day Oldenburg in Iceland and get inspired by the keynote...

2 min.