AuPairWorld - alþjóðlegt au pair platform

Atvinnugrein
Þjónusta
Lausn
Vefumsjónarkerfi, Hýsingarlausn
Tækni
Drupal, React

ÁSKORUNIN

AuPairWorld, fremsta vefsíða heims fyrir Au pair, þurfti að uppfæra veflausnir sínar til að bæta notendaupplifun og auðvelda tengingar á milli barnapía og barnafjölskyldna um allan heim. Flutningurinn yfir í nýtt kerfi reyndist krefjandi vegna mikillar umferðar á síðunni og nauðsyn á að vernda viðkvæm gögn notenda. Það var einnig nauðsynlegt að uppfærslur myndu ekki raska þjónustu vefsins í rauntíma.

LAUSNIN

Vefsíðan var endurgerð og flutt yfir í nýjustu útgáfu af Drupal án truflana á þjónustu. Virkni var aukin með innleiðingu á háþróuðum eiginleikum og sérsniðnu React-forriti með öruggri rauntímaskilaboðaþjónustu sem bætir notendaupplifun og auðveldar samskipti.

ÚTKOMAN

Au pair í leit og áhugasamar fjölskyldur geta nú skráð sig á síðunni, leitað að hvoru öðru með sérsniðnu leitartóli og fengið tillögur að hentugri pörun byggðri á persónulegum leitarskilyrðum. Aukin virkni er í boði fyrir Premium-notendur, sem eykur líkur jákvæðum niðurstöðum um leið og það eykur tekjur AuPairWorld.

VIÐSKIPTAVINURINN

AuPairWorld

AuPairWorld er leiðandi online Au pair platform sem tengir Au pair við gestfjölskyldur. AuPairWorld er starfandi um allan heim og hafa yfir 3 milljónir au pair og fjölskyldna skráð sig á síðunni frá stofnun hennar árið 1999. AuPairWorld er vefsíða með mjög mikla traffí þegar hún tengir saman þúsundir virkra notenda.

Skjámynd af heimasíðu AuPairWorld
VERKEFNIÐ

Flókin Drupal migration og bætt virkni

Vefsíða AuPairWorld hefur verið í stöðugri þróun síðan hún var fyrst sett í loftið árið 1999 og er nú orðið stórt verkerfi. Til að halda áfram að þróast og veita betri þjónustu þurfti AuPairWorld að endurskoða bakenda gögn, nútítmavæða tæknistaflann og uppfæra í nýjustu útgáfu af Drupal.

Flutningurinn frá Drupal 7 var þónokkur áskorun sem innihélt flutning efnis frá ýmsum kerfum sem voru í notkun. Þar sem það er mikil umferð á vefsíðunni með þúsundir notenda var mikilvægt að flutningurinn tryggði öryggi gagna, örugg samskipti og engan niðurtíma á vefsíðunni á meðan ferlinu stóð.

Flutningurinn var framkvæmdur án vandamála og án truflana. Að auki voru nýir eiginleikar kynntir til að tryggja ábyrga notkun síðunni, bæta notendaupplifun og efla tengingu milli Au pair og gestfjölskyldna.

Skipulag bakenda gagna

Ráðist var í ítarlega hreinsun á bakenda gögnum til að auka sveigjanleika og einfalda ferla. Nú getur þetta leiðandi Au pair kerfi aðlagað eiginleika sína að breytilegum þörfum notenda.

1xHÝSING

Hýsingu er stjórnað af 1xINTERNET á Google Cloud Platform, sem er frábær lausn fyrir vefsíðu með mikla umferð eins og AuPairWorld þar sem hún er sveigjanleg og getur tekið á sig umferða toppa. Við bjóðum einnig AuPairWorld upp á fulla 24 tíma þjónustu.

Vernd fyrir óæskilegu efni

Mynd- og textasíur bjóða upp á verndaraðgerð fyrir notendur AuPairWorld með því að skoða óviðeigandi eða móðgandi myndir og merkja óviðeigandi samræður sem brjóta gegn notkunskilmálum síðunnar.

Skráningarform á AuPairWorld vefsíðunni
HÁPUNKTAR

Virkni fyrir bætta notendaupplifun

Ný virkni og einföldun við að senda skilaboð voru hönnuð til að stuðla að betri og hraðri samskiptum, tryggja öryggi notenda og auðvelda notkun á síðunni. Fullur aðgangur er aðeins í boði fyrir au pair og premium notendur, því er hvetjandi fyrir fjölskyldur að uppfæra í Premium aðild, sem eykur tekjur AuPairWorld.

Persónuleg tenging

Nýir eiginleikar til að auka líkur á tengingu voru innleiddir, þar á meðal "wink" virkni, sem miðar að því að auka samskipti notenda. Notendur geta skráð sig og leitað að viðeigandi tengingum byggt á sínum persónulegu leitarskilyrðum. Daglegar tilkynningar eru sendar til skráðra notenda um viðeigandi fjölskyldur eða einstaklinga, byggt á þeirra kröfum.

FRÁ KÚNNANUM

"Þökk sé 1xINTERNET, gátum við sett nýja síðu í loftið..."

“Við höfum tengt saman au pair og fjölskyldur á netinu síðan 1999. Þökk sé 1xINTERNET gátum við sett í loftið nýjan vef á nokkrum tungumálum byggðan á nýjum tæknilegum grunni. Þetta gerir okkur kleift að geta haldið áfram að þróa AuPairWorld fyrir viðskiptavini okkar."

Heike Fischer, Forstjóri, AuPairWorld

Mynd af Heike Fischer

Góð skilaboðaþjónusta sem hvati fyrir vöxt Premium aðildar

Til að bjóða AuPairWorld topp þjónustu við skilaboða virkni þeirra stækkuðum við og sérsniðnum Golang server ( sem er opinn hugbúnaður), nýttum nýjustu WebSocket tækni og byggðum við viðmóts forrit með React sem tengist með WebSocket samskiptum milli notenda og server. Skilaboða eiginleikar AuPairWorld er framúrskarandi dæmi um  tengingu milli Drupal og sérsniðinnar tækni af okkar hálfu, sem veitir háþróaða eiginleika sem fara langt fram úr væntingum.

Notendur sem eru ekki með premium aðild hafa aðgang að „ ísbrjóts eiginleika“ sem býður upp á val á fyrirfram skrifuðum textum sem þeir geta sent í takmörkuðu magni. Til að fá fullan aðgang og geta nýtt sér skilaboða virkni sem best eru notendur hvattir til að gerast Premium meðlimir. Að geta séð virknina af því sem Premium virkni býður uppá er mikil hvatning fyrir notendur til að uppfæra sig. Innleiðing þessarar tækni var stefnumarkandi ákvörðun sem ekki aðeins bætti notendaupplifun, heldur einnig stuðlaði að vexti AuPairWorld með því að laða að fleiri premium notendur.

Valkostur til að uppfæra í Premium aðild á AuPairWorld vefsíðunni
„Ísbrjóts“ skilaboðafítus á AuPairWorld vefsíðunni

Háþróuð virkni og vernd fyrir notendur AuPairWorld

Premium aðild er valkostur sem gerir notendum kleift að hafa samband við hvorn annan með öruggu skilaboða kerfi. Þessi háþróaða þjónusta líkir eftir þekktum skilaboða forritum eins og WhatsApp, sem auðveldar tengsl milli au pair og fjölskyldna. Öll samskipti eru skráð innan vefsíðunnar, og tilkynningar í formi pósts og áminninga eru sendar til að tryggja að notendur missi ekki af mikilvægum skilaboðum. Að auki er hægt að merkja ákveðnar samræður með „stjörnum“ sem gerir notendum kleift að forgangsraða áhugaverðustu prófílunum.

Á síðunni er lagt upp með vernd á efni og gögnum fyrir notendur þar sem öll skilaboð fara fram innan síðunnar. Myndasíur greina og merkja óviðeigandi myndir áður en þær eru hlaðnar upp á prófíla notenda, og eiginleiki var innleiddur sem kemur í veg fyrir að notendur sendi símanúmer, sem á að auka öryggi notenda.

Upplýsingasíða um Au pair þjónustu á AuPairWorld vefsíðunni
AF HVERJU DRUPAL?

Skipulögð gögn fyrir sveigjanleika

Drupal var góð valkostur fyrir þetta verkefni vegna mikils sveigjanleika kerfisins og vegna aðlögunarhæfni að flókinni virkni sem krafist er af vefsíðu eins og AuPairWorld. Áherslan á strúktúreruð gögn, þar sem Drupal hefur algert forsko, var eitt af aðal kostunum endurgerð síðunnar. Í ljósi ánægju og árangurs AuPairWorld með Drupal 7 var rökrétt ákvörðun að halda áfram að þróa vefinn í Drupal og uppfæra í nýjustu útgáfu.

Önnur verkefni

Vefumsjónarkerfi

Maggi.de - árangursrík endurstaðsetning

Skálar með hollum mat á borðinu

Ný staða á markaði með Drupal viðbótum: einföld uppskriftasíða verður að alhliða þjónustugátt sem er sniðin að neytendum.

Innranet

Jägermeister - kraftmikið innranet

Flaska af Jägermeister með grænan bakgrunn

"JägerNet" er miðlæg samskipta- og samstarfsmiðstöð fyrir alþjóðlegt teymi með yfir 1000 starfsmenn.