Vorgleði hjá Þýsk íslenska viðskiptaráðinu

2 min.
Hópmynd tekin við Spargelabend
Ljósmyndari: Hulda Margrét Ólafsdóttir tók myndir fyrir ÞÍV

Tímabilið frá miðjum apríl fram í júní lok er kallað “Spargelzeit” eða tímabil aspasins í Þýskalandi en þá er hvítur aspas fyrirferðamikill í matargerð þar í landi.

Þegar aspasinn kom til Íslands í lok apríl var heldur betur tilefni til að gera sér glaðan dag.

Mynd af Ísabellu og Hrafnhildi
Ljósmyndari: Hulda Margrét Ólafsdóttir tók myndir fyrir ÞÍV
Mynd af Hjördísi, Ísabellu og Hrafnhildi

1xINTERNET á rætur að rekja til Þýskalands en fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Frankfurt og stór hluti viðskiptavina þýsk fyrirtæki og stofnanir.

Baddý Sonja Breidert einn af eigendum 1xINTERNET er í stjórn Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins sem vinnur að því að styrkja viðskiptasamband milli Þýskalands og Íslands.

Til að fagna komu aspasins var tilvalið að bjóða starfsmönnum 1xINTERNET á Íslandi, ásamt nokkrum góðum íslenskum viðskiptavinum upp á vorhátíðarmatseðil að hætti þjóðverja.

Matreiðslumeistarar Nauthóls buðu okkur upp á eftirfarandi matseðil:

  • Grillaður hvítur aspas
  • Kálfaschnitzel með grænmeti og trufflugljáa
  • Þýsk eplakaka með vanilluís
Grillaður hvítur aspas
Kálfaschnitzel með grænmeti og trufflugljáa
Þýsk eplakaka með vanilluís

Helga Braga sá um veislustjórn með sinni einstöku snilld, Helgi Björns tók nokkur lög og DJ Marinó hélt uppi stuðinu fram eftir nóttu.

Tveir tónlistarmenn með hljóðfærin sín
Ljósmyndari: Hulda Margrét Ólafsdóttir tók myndir fyrir ÞÍV
Helga Braga á sviðinu
Ljósmyndari: Hulda Margrét Ólafsdóttir tók myndir fyrir ÞÍV
Deila grein

Fleiri greinar

Fréttir

1xINTERNET nýr styrktaraðili íslenska landsliðsins í handbolta

1xINTERNET sponsoring the icelandic national handball team

1xINTERNET hefur bæst í hóp bakhjarla Handknattleikssambands Íslands árið 2024.

2 min.
Viðburðir

Hápunktar frá Nordic Women in Tech Awards 2023

1xINTERNET at NWITA

Norrænu tækniverðlaunin, Nordic Women in Tech fóru fram í Hörpu í nóvember.

3 min.